FréttanetiðBílar

PORSCHE leiðir rafvélabyltinguna – MYNDIR

Nú er ljóst að allir bílaframleiðendur eru að keppast að sama markmiðinu en það er að keppast um að sýna nýjustu bílana sem eru með hybrid blendinga þar sem ökumaðurinn kemst langt og hratt á rafhlöðunni einni saman en er með bensín eða díselvél sem tekur við þegar fólk vill komast lengra eða hraðar. Þetta mun bæta umhverfið mikið og búast má við hljóðlátari borgum og minni mengun þegar allir bílar ganga fyrir rafmagni að minnsta kosti að einhverju leiti.

11103783_10153388043450769_211187392_o
11118883_10153388043350769_1706912434_n

BMW, Benz, Audi, Volvo og Range Rover framleiða allir hybrid bíla á færibandi og einhverjir eru nú þegar komnir á göturnar. Toyota framleiðandinn var með þeim fyrstu til að selja hybrid bíla en lítil þróun hefur orðið hjá þeim þar til nú þegar þeir kynntu á dögunum RAV jepplinginn með blendingsvél.

11122152_10153388043305769_1729479135_o

Engan hefði hinsvegar grunað að það yrði sportbílaframleiðandinn Porsche sem ætti eftir að leiða byltingu rafmagnsblendinga í bílaiðnaði. Á meðan keppinautarnir eru enn að púsla sínar græjur saman er Porsche á fleygiferð með sína blendinga.  Fólksbíllinn Porsche Panamera S hybrid kom á markaðinn árið 2012 og hefur þróast hratt og er alltaf að verða betri og betri.  Líklega sá bíll sem helst keppir við Teslu þótt þeir séu tæknilega ólíkir bílar.

Porsche Panamera S hybrid hefur víðast hvar fengið frábæra dóma hjá bílafjölmiðlum í Evrópu og Ameríku. Bíllinn er snarpur og kraftmikill auk þess sem auðvelt er að aka honum án þess að eyða nokkru eldsneyti. Samspil eldsneytis- og rafmagnsvélar Porsche virðist vera fullkomið og þeir sem hafa prófað nýjustu útgáfu bílsins eru í skýjunum eftir reynsluakstur og nú er hægt að komast enn lengra og hraðar  á rafmagnsvélinni.

Um áramótin var kynntur til sögunnar sportjeppinn Cayenna í nýju útlit þar sem hann endurheimti hluta af sínum fyrri sjarma en útgáfan á undan var alla tíð útlitslega umdeild hönnun. Nýr Cayenna árgerð 2015 hefur nú aftur fengið sitt kraftmikla útlit í nýrri hönnun bílsins. Cayenna hefur í áraraðir verið einn vinsælasti lúxusportjeppinn á markaðnum. Óhætt er að segja að hann sé sá bíll í þessum tiltekna flokki sem blaðamenn hafa mest dálæti á og margir þeirra setja hann í fyrsta sæti þegar valið er á milli bestu lúxusjeppanna í miðstærð.

11126959_10153388043190769_2098343666_n 11130679_10153388043275769_596836536_n

Nú er töluvert liðið síðan Porsche kynnti Cayenne hybrid fyrst og margir slíkir bílar eru nú þegar komnir á göturnar. Porsche býður upp á bíl með 333 hestafla bensínvél og 95 hestafla rafmagnsmótor sem framkalla í sameiningu 416 hestöfl og nóg afl til að koma þessum bíl á 100 km hraða á 5,4 sekúndum.

11131843_10153388043210769_481825682_n 11132400_10153388043505769_1047263856_o

Þetta er magnaður bíll sem er umhverfisvænn og sparneytinn í rekstri fyrir þá sem eru ekki í mikill langkeyrslu. Eini ókosturinn við bílinn er að innra-rými hans hefur minnkað þar sem hann er búinn búnaði sem tekur meira pláss en sambærilegur bíll með eina vél. Bíllinn er með öllum þeim búnaði sem kemur með Cayenne S útgáfunni af bílum, auk búnaðar til að hlaða rafhlöðu bílsins.

Cayenna er þá þriðji bíllinn í Porsche-fjölskyldunni sem hægt er að fá með hybrid vél því auk Panamera hefur Porsche boðið upp á súpersportbílinn 918 Spyder með blöndu af V8 bensínvél og tveimur rafmagnsmóturum og það tekur aðeins 3 sekúndur að ná honum upp í 100 kílómetra hraða.

Verðið á Porsche Spyder 918 er nærri því 1 milljón dollara. Porsche Cayenne og Panamera ættu hinsvegar að fást á samkeppnishæfum verðum en til fróðleiks má geta þess að það eru almennt  lágir tollar á bílum hér á landi sem menga lítið eða ekki neitt.

11134429_10153388043405769_1140367150_n 11136863_10153388043315769_264738063_n 11139525_10153388043185769_266077007_n 11141460_10153388043255769_677580017_o 11147993_10153388043310769_1827724821_o 11148890_10153388043535769_1011016945_n 11149099_10153388043300769_1806198342_n 11149204_10153388043155769_583359774_n 11149204_10153388043330769_1553270818_n