FréttanetiðFólk

*LANG LANG BESTU PIZZUR* Íslands fást í Vestmannaeyjum

- Veitingarýni Fréttanetsins
–  Pítsugerðin
– Bárustígur 1, 900 Vestmannaeyjar
– Klárlega bestu pizzur Íslands
– Topp þjónusta
– Afslöppuð stemning  (A+++)

- Ellý Ármanns skrifar:

IMG_5339
Bjarki Steinn var í óða önn að færa gestum nýbakaðar pizzur en gaf sér þó tíma fyrir myndatöku þegar Fréttanetið bar að garði.

Brakandi fersleiki í Eyjum

Það er einstaklega hlý og ljúf stemmning í loftinu á Pítsugerðinni í Vestmannaeyjum. Fréttanetið gerði litlar sem engar væntingar þegar staðurinn var sóttur heim á fallegu sumarkvöldi.    Ákveðið var að smakka pizzurnar;  Nutella heaven,  Parma rocket,  Calzone og rómuðu Humarpítsuna. 

Það kom heldur betur á óvart hvað allar pizzurnar eru ljúffengar, stökkar og bragðmiklar.  Brakandi ferskleiki einkennir flatbökurnar og svo má ekki gleyma að minnast á hvað þjónustan var óaðfinnanlega góð. Matseðillinn skemmtilega þjóðlegur þegar kom að pizzunum auk þess sem þær eiga það sameiginlegt að vera frumlegar með séríslensku hráefni sem nýtt er á nýstárlegan og áður óþekktan máta.  

Screen Shot 2018-07-06 at 3.26.37 PM

Ummæli gesta sem sótt hafa Pítsugerðina í Eyjum heim: 

,,Geggjað gott, mæli með 100%. Ítalía er mætt til Eyja.”
- Arndís María Kjartansdóttir

,,Bestu pizzur sem ég hef smakkað á ÆVI minni og er ég nú búin að prófa þær all margar í mörgum löndum.”
- Sigrún Sigmarsdóttir

,,Ég er mikill Pítsu fíkill og elska góða Pítsu. Ég er oft að prufa nýjungar í þeim efnum og besta Pítsa sem ég hafði smakkað þangað til í dag var Itsi pitsi á Söndre Boulevard í Köben. En í dag toppaði ég þá Pítsu á Pítsugerðinni í Vestmannaeyjum. Ekki spillir fyrir að hún var borin fram á flottum Revol disk . Sjúkar í einu orði…”
- Aðalbjörn Þorgeir Valsson

pitsugerdin_ofninn

Pizzaofninn sérinnfluttur
Pizzaofninn sem Pitsugerðin notar er sérinnfluttur frá Ítalíu frá Morello Forni sem er virtasti framleiðandinn í bransanum. Ofninn er keyrður áfram á eldivið og gasi. Allir ofnar frá Morello Forni eru sérsmíðaðir eftir pöntunum.

IMG_5342
,
,Humarpítsan” er to die for. Marineraður humarinn, mozarella osturinn, sjávarsaltið,, klettasalatið, ailoi og ristaðar cashew-hneturnar er svakalegt sælgæti.

ofn
Það sem gerir Pítsugerðina svo heimilislega er að pizzurnar eru bakaðar fyrir opnum tjöldum þar sem gestir sitja að snæðingi eða bíða eftir pizzunni til að taka með heim.  Þar spilar stór ofninn stórt hlutverk.

pitsugerdin_parma_rocket
,,Parma rocket” nafn pizzunnar sem sjá má hér á mynd segir allt sem segja þarf. Þvílíkt sælgæti. Mozarella, parmesan, basil, hráskinka og klettasalat.

pitsugerdin11
Staðurinn er einstaklega skemmtilega innréttaður. Hann tekur utan um gesti og svo er biðin ekki löng eftir pizzunum.

pitsugerdin1
,,Calzone  (Hálfmáni) “ samanstendur af sósu, skinku, mozzarella, sveppir, laukur, ostur og kryddblanda Pítsugerðarinnar.   Unaður alla leið!

pitsugerd
,,Spæsí” samanstendur af sósu, mozarella osti, pepperoni, pikkluðum jalapenjo pipar, hungangi og fersku basil. Þessi einstaka pizza er draumi líkust fyrir matgæðinga sem elska sterkan mat.

IMG_5370
Bjarki Steinn og Brynjar pizzugerðarmenn voru kátir eins og allir starfsmenn Pitsugerðarinnar.

pitsugerdinnutella
,,Nutella heaven” sér til þess að himnar opnast þegar þú tekur fyrsta bitann. Ávextir og Nutella og gómsætt pizzudeigið er eitthvað sem allir sem koma til Eyja verða að leyfa sér að prófa. Vá, vá, vá! Sætari gerast þær ekki pizzurnar.

 

Ef þú vilt smakka bestu pizzur Íslands þá skaltu drífa þig til Eyja ekki seinna en núna!

Pítsugerðin  – 5 stjörnur (*****)

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is