FréttanetiðMatur & drykkir

Pinnamaturinn í veisluna… gerist ekki mikið BETRI… þetta er algjör snilld – UPPSKRIFT

Þessar kjötbollur eru sko algjört dúndur og hægt að bjóða upp á þær hvort sem er í forrétt eða aðalrétt. Með góðri sósu og salati er fátt betra!

Geggjaðar kjötbollur

Hráefni:

600 g hakk

1 egg

1/4 tsk kúmin

1/4 tsk chili-flögur

1/4 tsk þurrkuð salvía

1/4 tsk pipar

1/4 tsk hvítlauksduft

1/4 tsk laukduft

1/4 tsk sterkt sinnep

1/2 tsk oregano

1/4 tsk kanill

1/2 tsk karrí

1 tsk salt

1/2 bolli brauðteningar eða tortilla-flögur

Aðferð: 

Hitið ofninn í 190°C. Setjið álpappír á bökunarplötu, glansandi hliðin niður og spreyið hina hliðina með bökunarspreyi. Þeytið eggið létt og bætið öllu við nema hakkinu og brauðteningunum. Blandið síðan brauðteningunum (eða flögunum) varlega saman við og síðast er hakkinu bætt saman við. Blandið vel saman með höndunum og kælið blönduna ef þið bakið bollurnar ekki strax. Búið til litlar kúlur úr blöndunni og raðið þeim á bökunarplötuna. Bakið í 25 til 30 mínútur eða þar til bollurnar eru ekki lengur bleikar í miðjunni.