FréttanetiðHeilsa

Passið ykkur á OSTINUM… hann hefur sömu áhrif á líkamann… og HERÓÍN

Ný rannsókn sem framkvæmd var við háskólann í Michigan í Bandaríkjunum sýnir fram á að ostur er mest fíknihvetjandi maturinn. Fimm hundruð manns tóku þátt í rannsókninni og þurftu þátttakendur að svara spurningum sem mældu hvort þeir voru matarfíklar. Þá þurftu þeir einnig að segja frá því hvaða mat þeim þætti erfiðast að hætta að borða, þó þeir væru orðnir saddir.

Efst á listanum yfir mat sem var erfitt að hætta að borða er pítsa með miklu magni af fituríkum osti en það sem skorað einnig hátt voru ostborgarar og ostur. Rannsóknin sýndi að því hærri sem fitumagn var í mat því meira fíknihvetjandi væri hann.

Af þessu má síðan leiða að fituríkur ostur hefur sömu áhrif á líkama þinn og fíkniefni, til dæmis heróín. Það er erfitt að hætta að borða hann og líkaminn kallar alltaf á meira og meira. Þá inniheldur ostur próteinið casein sem hefur róandi áhrif á heilann, líkt og heróin og morfín.