FréttanetiðHeimili

Ótrúlega auðveld leið… til að gera LJÓTA diska FALLEGA

Ert þú ein/n af þeim sem á fullt af diskum sem eru eiginlega orðnir drasldiskar því þeir eru svo ljótir? Hvernig væri að kaupa sér smá postulínsmálningu og hressa aðeins upp á það? Það er ótrúlega einfalt og ekki skemmir fyrir að það er mjög gaman líka.

Það sem þarf: 

Gamlir diskar

Postulínsmálning

Postulínspenni

Málningarlímband

Málningarbursti

Aðferð:

Þrífið diskana. Notið málningarlímband til að búa til mynstur á diskana. Málið diskana í þeim litum sem þið viljið – best er að fara tvær umferðir. Takið límbandið af þegar þeir hafa þornað og litið meðfram mynstrunum með postulínspennanum. Bakið diskana samkvæmt leiðbeningum á postulínsmálningunni. Ef að þið viljið borða af diskunum en ekki bara nota þá sem skraut þarf að nota mod podge á þá í lokin – helst sem þolir uppþvottavél.

DIY-_-Painted-Plates-1 (1)