FréttanetiðFólk

Örin rista djúpt… sjáðu falleg húðflúr kvenna sem farið hafa í brjóstnámsaðgerð – MYNDIR

Brjóstnám geta bjargað mannslífum en örin sem þau skilja eftir eru varanleg áminning um reynslu þeirra kvenna sem sigrast hafa á brjóstakrabbameini.

Margar þær sem undirgengist hafa aðgerð sem þessa, þar sem hluti úr brjóstinu eða jafnvel allt brjóstið er fjarlægt, kjósa að fara í uppbyggingu á brjóstinu á meðan aðrar lifa með örin sem eftir sitja. En það er einnig þriðji valkosturinn, sem færri jafnvel gera sér grein fyrir.

b2

Húðflúrin voru svarið
Húðflúr listamaðurinn David Allen velti því fyrir sér hvernig hann gæti mögulega hjálpað þeim konum sem undirgengist hafa brjóstnámsaðgerðir. „Hvernig hjálpar þú konu sem barist hefur við dauðann? Hvernig getur þú mögulega hjálpað í þeim aðstæðum?“ Þessar spurningar brunnu á listamanninum og svarið var einfalt….með húðflúrum auðvitað!

Með hjálp samtakanna P.Ink, gefst konum sem sigrast hafa á krabbameini tækifæri til þess að komast í samband við húðflúr listamenn sem eru reynsluríkir í húðflúrgerð á örum eftir brjóstnám. Á skrá hjá samtökunum er fjöldinn allur af húðflúr listamönnum sem staðsettir eru víða í Bandaríkjunum og Kanada.

b3 b4

Örin rista djúpt
Eins og myndirnar sýna er útkoman frábær. Þrátt fyrir fegurð húðflúranna þá snúast þau um svo mun meira heldur en eingöngu það sem augað sér. Örin sem sitja eftir í kjölfar brjóstnáms eru ekki aðeins líkamleg, heldur rista þau einnig djúpt í sálina.

Húðflúrin hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á sálarlíf kvennanna. Diane, ein þeirra kvenna sem nýtt hefur sér þjónustu P.Ink sagði frá því að húðflúrið hennar hafi veitt henni það sem hún hafði leitað að í mörg ár, það sem henni hefði „vantað“. „Spegillinn er aftur orðinn vinur minn,“ sagði önnur.

b91 b9 b8 b7 b6 b5
Myndirnar tala sannarlega sínu máli.
Loa
Lóa Guðrún Kristinsdóttir
Fréttanetið