FréttanetiðHeilsa

Ef þú ert EKKI að taka inn Omega -3… ættir ÞÚ að byrja á því NÚNA

Omega -3 fitusýran hefur verið mikið rannsökuð síðasta áratug og í kjölfarið verið mikið í umræðunni. Þar sem líkaminn framleiðir ekki þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur er því nauðsynlegt að neyta matar eða olíu sem er rík af henni.

Omega-3 finnst bæði í plönturíkinu og dýraríkinu. Sjávardýr eins og fiskur og ljósáta innihalda svokallaða eicosapentaenoic sýru (EPA) og docosahexaenoic sýru (DHA) sem virðast eiga stóran þátt í að vernda hjarta- og æðakerfi. Frá plönturíkinu koma svo alpha-linoleic sýrur (ALA), en þær finnast í hörfæum, chiafræum, hemp og ýmsu fleiru.

Margir sérfræðingar mæla frekar með neyslu Omega-3 frá dýraríkinu, EPA og DHA, en þó er talið að ALA fitusýrur gagnist líka þar sem líkaminn breyti hluta af þeim í EPA og DHA. Fyrir grænmetisætur er mikilvægt að innbyrða ALA þar sem ekki fást EPA og DHA úr fæðu frá plönturíkinu.

Vísbendingar um ávinning Omega-3 fitusýru á fleiri en einn þátt í lífeðlisfræði líkamans eru eftirfarandi:

- Lækkar blóðfitu (þrígýseríð) og dregur úr hættu á hjarta og kransæðasjúkdómum.

– Astmi, þar sem fitusýran hefur bólgueyðandi áhrif dregur það úr einkennum.

– Alzheimer og minnisglöp, Omega-3 virðist hafa forvarnagildi og hægja á þróun minnisraskana.

– Gigt, eykur liðleika liðamóta og er bæði bólgueyðandi og eykur áhrif bólgueyðandi lyfja.
– Þunglyndi, olían virðist einnig auka virkni þunglyndislyfja.

– ADHD, ýmislegt bendir til að Omega-3 geti dregið úr einkennum ADHD hjá börnum, auki einbeitingu og minni.