FréttanetiðFréttir

OJBARASTA… þetta eru skítugustu tækin… í RÆKTINNI… þvílíkt sýklabæli

Vefsíðan FitRated, sem tekur út líkamsræktartæki, tók sýklasýni af 27 mismunandi tækjum í ræktinni hjá þremur alþjóðlegum líkamsræktarkeðjum.

Niðurstöður þeirra eru sláandi en ræktin er algjört sýklabæli samkvæmt þeim.

Þrjú tæki sem fólk notar mjög mikið voru löðrandi í alls kyns bakteríum. Á æfingahjóli voru 39 sinnum fleiri bakteríur en á bakka í kaffiteríu, á hlaupahjóli voru 74 sinnum fleiri sýklar en á vatnskrana og á lóðum voru 362 sinnum fleiri bakteríur en á klósettsetu.

Forsvarsmenn vefsíðunnar mæla með því að taka með sér sótthreinsispritt í ræktina og þrífa öll tæki fyrir og eftir notkun. Þá ættirðu aldrei að ganga um berfætt/ur í ræktinni eða snerta andlitið þitt. Svo er líka gott að þvo alltaf hendurnar þegar þú ert búin/n í ræktinni og fara strax úr æfingafötunum.