FréttanetiðMatur & drykkir

OFURKROPPUR mælir með brunch í Þrastalundi

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir sem heldur úti skemmtilegri bloggsíðu gerði sér glaðan dag með vinum sínum þegar þau fóru í sunnudagsbíltúr á glæsilegasta veitingastað landsins Þrastalund. Heiða var ánægð með móttökurnar og frábæra aðstöðuna fyrir börnin.

,,Fórum í skemmtilegan sunnudagsbíltúr með góðum vinum og börnum þeirra aðeins út fyrir borgina, nánar tiltekið aðeins 40 mín akstur frá Reykjavík í Þrastalund í Grímsnesi sem er rétt hjá Selfossi,” skrifar Heiða Óla á bloggið sitt eftir að hún gerði sér glaðan dag með unnusta og vinum. 

heida_B
MYND/HEIÐA

heida_C
Brunchinn í Þrastalundi er engum líkur. MYND/HEIÐA

Dýrindis bröns
,,Byrjað var á því að bera fram drykki, fengu allir vatn, nýkreistan appelsínusafa og skyrboozt sem krakkarnir voru hæst ánægð með. Næst var komið með kampavín fyrir okkur fullorðna fólkið og svo var borin fram þessi dýrindis brunch á diskum með öllu tilheyrandi.”

heida_D
MYND/HEIÐA

heida_A
MYND/HEIÐA
heidaofurkroppur
Heiða hugsar vel um heilsuna en hún starfar sem einkaþjálfari í World Class.

trastalundur
40-45 mínútur tekur að keyra til Þrastalundar frá Reykjavík. Bíltúr í brunch er eitthvað sem þú verður að prófa að upplifa með þeim sem þér þykir vænt um.

Heiða – Bloggsíða.