FréttanetiðFólk

Hún blandar HEIMSINS besta KALDA kaffidrykkinn… sem ÞÚ verður að PRÓFA – UPPSKRIFT

Hér er æðisleg uppskrift að Dásamlegum köldum kaffidrykk frá Oddrúnu Helgu Símonardóttur sem heldur úti matreiðsluvefnum Heilsumamman.com samhliða matreiðslunámskeiðum sem hún heldur út um allt land. Ef þú hugar að heilsu og hollu mataræði skaltu ekki hika við að skrá þig á námskeiðin hjá Oddrúnu því hún er alveg með þetta eins og sagt er.

Oddrun 10612_T _small
,,Á ferðalögum erlendis verð ég alltaf að koma við og fá mér að minnsta kosti einn frappuccino á Starbucks.  Ég er alveg laus við löngunina hér heima en sennilega eru það allar utanlandspælingarnar þessa dagana sem komu þessari löngun af stað.  Þar fyrir utan skein sólin hátt á lofti og hitastigið var alveg komið upp í 5 gráður og hægt að fara út á peysunni vhúúúhúúú.   Ég skellti í hollari útgáfu af köldum kaffidrykk og útkomin var dásamleg.  Þetta á eftir að vera gert oft í sumar skal ég segja ykkur,” skrifar Oddrún með þessari uppskrift sem þú ættir að prófa ef þú elskar kaffi:

Dásamlega kaldur kaffidrykkur að hætti Oddrúnar:

Hráefni:

  • 2 dl kalt sterkt kaffi
  • 2 dl vatn
  • 1/2 dl möndlur
  • 4-6 litlar döðlur (magn eftir smekk)
  • nokkrir karamelludropar frá Natali (ca svona 1/2 tsk)
  • 2 dl klaki
  • Rifið súkkulaði ofan á til skrauts (Þarf ekki)

 

Aðferð:

  1. Setjið allt í blandarann og blandið vel.
  2. Það er nauðsynlegt að láta blandarann ganga það lengi að möndlurnar blandist alveg og séu ekki í flygsum í drykknum.

Hellið í stórt glas og drekkið… helst úti í sólinni:)

Sjá meira á Heilsumamman.com

 

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is

10DAGAR
Smelltu HÉR til að lesa meira um 10 daga hreinsunarnámskeið Margrétar Leifsdóttur heilsumarkþjálfa.