FréttanetiðFréttir

O, ó… Facebook leyfir vinum þínum að sjá… þegar þú HUNSAR þá

Það hefur verið mikið talað um að Facebook ætli að bjóða upp á “dislike”-takka innan skamms en minna hefur farið fyrir öðrum nýjum eiginleika samfélagsmiðilsins.

Þegar þú býrð til viðburð á Facebook býður þú vanalega öllum vinum þínum. Sumir mæta, aðrir segjast ætla að mæta en gera það ekki og enn aðrir segjast ekki hafa séð viðburðinn. Núna getur þú hins vegar séð hvort fólkið í síðastnefnda flokkinum sé að segja satt.

Nú getur þú séð alla sem hafa séð viðburðinn þannig að þá veistu svo sannarlega hverjir eru að hunsa þig og hverjir ekki. Og hverjir eru að segja satt.

Er þetta ekki of mikið af því góða? Hvað finnst ykkur um þennan nýja eiginleika?

CO5IIj6WEAAHVXv