FréttanetiðHeilsa

Nýtt æði… þar sem fólk brennir á sér húðina í sólbaði – MYNDIR

Brúnkulínur á líkamanum sem vitna um sumar og sól og eyðileggja fyrir sumum hreina og jafna ásýnd á litarhætti líkamshúðarinnar. Þessi hættulega aðferð virðast nú komin í tísku.

hud-solbad1
Fólk er farið að búa til húðbrúnku-listaverk en þetta er í raun hættulegt því húðin gleymir aldrei.

Mynsturbrúnka vinsæl á samfélagsmiðlum
Á samfélagsmiðlinum Twitter er vinsælt að deila líkamsmyndum þar sem fólk er búið að skreyta líkama sinn með því að setja brúnkulínur eða renndur á sig. Þá er sett sólarvörn á afmarkaða fleti líkamans og öðrum sleppt svo húðin verði mynsturbrún. Þetta er kallað brúnkulist eða #SunburnArt á samfélagsmiðlinum en því miður er þetta hvorki öruggt, listfengið né heilsusamlegt.

Þessi brúnkulist sem er komin á netið vekur vissulega upp spurningar sem varða húðkrabbamein.  Þetta lítur ekki aðeins út fyrir að valda sársauka heldur mun þessi nýja tíska hafa eyðileggjandi áhrifin á húðina.

hud-solbad
Hrikalegt að sjá þetta. 

Húðin geymir í minnisbankanum allan skaðann
,,Til að nota sólarljós til listsköpunar á húð er fáránlegt,” segir Tina Alster M.D. framkvæmdastjóri hjá stofnun laser-aðgerða í Washington. ,,Fólk kemur til mín allan liðlangan daginn til að losna við sólarflekki á húð og hrukkur og þetta fólk sem stundar þetta mun gera það eftir 20 ár. Málið er að fólkið virðist ekki átta sig á eyðileggingunni í fljótu bragði en hún kemur með tímanum. Húðin gleymir þessu aldrei. Hún geymir í minnisbankanum allan þann skaða sem hún hlýtur frá geislum sólar sem líkaminn hefur áunnið í gegnum árin.”

,,Jafnvel þó fólk sét með húð sem verður brún en brennur ekki auðveldlega eru áhrif sólar á húðina samt sem áður óheilsusamleg. Það er mikill misskilningur að fólk sem tekur auðveldlega lit, heldur stundum að það sé ósýnilegt gagnvart geislum sólar en það er ekki rétt,” segir læknirinn.hud_solbad11,,Sólbruni er vissulega verri en brúnka en hvenær sem þú ert í útfjólublái ljósi sólar verður húðin fyrir vissum skaða,” útskýrir Alster læknir. ,,Þú verður líka fyrir skaða þótt þú brennir ekki. útfjólubláa ljósið sem breytir erfðamengi húðarinnar,” segir læknirinn jafnframt og leggur til að fólk fari aðeins heilsusamlegri leið ef það er staðráðið í að prufa þetta nýja tískufyrirbæri.,,Fáðu þér sprey-brúsa þú getur litað þig heima með brúnkukremi eða spreyjum, ef þú verður að gera þetta,” segir sérfræðingurinn.hudflur_sol1Brúnkukremin eru talsvert mikið þróaðri frá því að þau komu fyrst og hægt var að merkja hverjir höfðu borið á sig brúnkukrem vegan appelsínuáferðar húðarinnar. Nú til dags sést munurinn ekki á raunverulegri sólarbrúnku og brúnku með spreyi eða brúnkukremi.  Læknirinn segir að mataræðið skipti einnig máli til að koma í veg fyrir húðbruna og ekki síður mikilvægt sé að borða holla og góða fæðu: ,,Með því að láta hollustu ofan í sig eins og græn blaðsalöt og ávexti fulla af andoxunarefnum getur fólk minnkað bólgumyndun. En ekkert kemur þó í stað þess að halda sér frá sólarljósi eða nota góða vörn.”Niðurstaðan er sem sagt: Ekki smitast af þessu brúnkulistaræði nema þér sé sama þó að húð þín bíði varanlegar skemmdir. Makaðu þig frekar með sólarvörn áður en þú ferð í sólbaðið og fáðu þér frekar eitthvað tímabundið álímt skraut-tattú eða notaðu brúnkusprey.Elin_prufa
Elín Halldórsdóttir
Fréttanetið