FréttanetiðFréttir

Ný rannsókn sýnir… að keppendur í BIGGEST LOSER… þyngjast næstum því allir aftur – MYNDIR

Raunveruleikaþátturinn The Biggest Loser er einn sá langlífasti í sjónvarpi og felst í því að keppendur breyta um lífsstíl og losa sig við aukakílóin. Eiga keppendurnir það allir sameiginlegt að vera komnir í hættulega ofþyngd.

771107ac3abdb9406a0b447f57fc12c8

En hvað gerist þegar slökkt er á myndavélunum og fólk sem hefur grennst mikið á stuttum tíma þarf að takast á við raunveruleikann?

Ný rannsókn sýnir að keppendur í þættinum þyngjast næstum því allir aftur um þau kíló sem þeir hafa losað sig við þær vikur sem þátturinn er í gangi.

the_biggest_loser_part_14

Kevin Hall, vísindamaður hjá National Institute of Diabetes and Digestive and Kidney Diseases, fylgdist með þyngd og heilsu keppenda úr áttundu seríu af The Biggest Loser í Bandaríkjunum í sex ár eftir að lokaþátturinn var sýndur. Hann komst að því að flestir keppandanna þyngdust um næstum því öll kílóin sem þeir misstu í þættinum. Aðeins einn þátttakandi í rannsókninni þyngdist ekkert eftir að lokaþátturinn var sýndur.

ss-140204-biggestloser-after-craig.today-ss-slide-desktop

Það sem kemur hvað mest á óvart er hvaða áhrif þyngdartap þeirra hafði á efnaskiptin. Eftir þessi sex ár brenndi hver keppandi að meðaltali fimm hundruð kaloríum minna en venjulegt er talið miðað við stærð. Því var erfiðara fyrir keppendurnar að léttast.

ss-120501-loser-BA-emily.today-ss-slide-desktop