FréttanetiðFréttir

Ný rannsókn… sýnir að HÁVAXNAR konur… eru líklegri til að fá brjóstakrabbamein

Hávaxnar konur eru líklegri til að fá brjóstakrabbamein en þær sem lægri eru samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð á fimm og hálfri milljón Svía.

Í rannsókninni kemur einnig fram að þegar konur eiga í hlut hækkar áhættan að fá viss krabbamein um átján prósent fyrir hverja tíu sentímetra af hæð umfram meðalhæð. Fyrir karlmenn hækkar áhættan um ellefu prósent. Þá kemur fram að hávaxnar konur eru tuttugu prósent líklegri að fá brjóstakrabbamein. Þá eiga hávaxnir karlmenn og konur meira á hættu að fá sortuæxli en fólk sem er lágt í lofitnu.

Emelie Benyi framkvæmdi rannsóknina.

“Hávaxið fólk er með fleiri frumur sem gætu stökkbreyst í æxli og í þeim eru líka fleiri vaxtarhormón sem gætu breyst í krabbamein. Önnur skýring gæti verið að hávaxnar manneskjur borða meira en aðrar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli kaloríuinntöku og krabbameins,” segir Emelie spurð um ástæðuna fyrir þessu.