FréttanetiðHeilsa

ÞÚ ættir ALLS EKKI… að setja ÞETTA inn fyrir þínar VARIR – MYNDBAND

Já við erum að tala um Nutella sem er samheiti yfir blússandi hamingju fyrir mjög marga sem er hið besta mál – en það sem er alvarlegra er, er að við erum að tala um ÓHOLLUSTU með stóru Ó-i.

Ókei, þú deyrð ekki ef þú borðar Nutella en þú munt hugsanlega þjást og finna fyrir vanlíðan ef þú heldur áfram að borða Nutella reglulega og í miklu magni.

Eigum við að byrja á því að skoða innihaldið á meðan þú ert að jafna þig á þessum upplýsingum?
Lu4XcI1XhmQgg

Hvað er í krukkunni?
Förum aðeins yfir það en samkvæmt Nutella þá inniheldur varan eftirfarandi:

sykur

pálma olía
heslihnetur 
kakó
mjólk
soja lesitín
vanillin

 

Soja lesitín
Soja lesitín hefur vakið töluverða athygli en hávær umræða er um þessa óhollustu sem er framleidd úr einhverskonar soja. Hér er um að ræða erfðabreytta tegund af soja sem líkaminn á erfitt með að vinna úr.

Vanillin
Nei, það er ekki vanilla.  Vanillín er eftirlíking af vanillu eða öllu heldur ,,bragðefni”. Það eru lítil sem engin gæði í sætuefninu sem er framleitt til að bragðast eins og náttúruleg vanilla. Það versta við þetta sætuefni er að það inniheldur ómerkt MSG, sem hefur verið kallað ,,hægvirkt eitur.” Það er núll hollt og þú verður háð/ur því strax eftir að þú byrjar að setja það inn fyrir þínar vari.

Pálma olía
Þessi olía er notuð í Nutella. Líkaminn á í erfiðleikum með að melta hana það er margsannað. Hún veldur eitureinkennum á líffæri eins og hjartað, nýrun, lifrina, lungun og æxlunarfærin.  The Center for Science sem er starfrækt í þágu almennings hefur greint frá því að pálma olía eykur kólesteról sem er svo sannarlega stór áhættuþáttur þegar kemur að hjartasjúkdómum. Svo er sláandi að lesa þetta (skuggahliðar pálmaolíuframleiðslu).

Þess vegna… langar okkur að benda þér á að gera þitt eigið heimatilbúna Nutella.  Ekki má gleyma að heslihnetur eru vissulega hollar og góðar fyrir þig – en í þessum félagsskap þá eru þær ekkert sérlega spennandi.

 

Í myndbandinu hér fyrir ofan er sýnt á einfaldan máta hvernig þú getur gert hollt Nutella fyrir þig og þína.

240 gr heslihnetur
1/3 bolli kakó
1 bolli flórsykur
2 msk heslihnetu-olía
1 tsk vanilludropar
1/8 tsk salt

Til fróðleiks: Tvær matskeiðar af Nutella sem þú kaupir út í búð innihalda 200 hitaeiningar, 11 grömm af fitu og 21 gr af sykri sem er svipað og í einni dós af Coke.