FréttanetiðFréttir

Nú hættum við í símanum… hún er ÞRETTÁN ÁRA… og hlaut annars stigs bruna af því að nota farsímann – MYNDIR

Móðir frá Illinois í Bandaríkjunum vekur athygli á brunasárum dóttur sinnar á vefsíðunni Buzzfeed en dóttirin hlaut brunasárin við að nota farsímann sinn á meðan hann var í hleðslu. Móðirin vonar að þetta verði öðrum víti til varnaðar.

grid-cell-17832-1456164993-9

Jackie Fedro og fjölskylda hennar býr í Highland Park, úthverfi Chicago-borgar en Jackie gaf þrettán ára dóttur sinni, Gabbie, LG d500 farsíma í jólagjöf í fyrra.

Viku síðar var Gabbie að nota símann í herbergi sínu og allt í einu heyrði móðir hennar öskur.

“Hún kom hlaupandi niður eftir þetta og hélt um hálsinn. Hún var svo kvalin og öskraði,” segir Jackie sem var furðu lostin enda hafði hún ekki hugmynd um hvað hafði gerst.

enhanced-10709-1456072473-1

“Það er versta tilfinning í heiminum fyrir móður að horfa á barnið sitt öskra af þjáningu en vita ekki hvernig er hægt að hjálpa. Það tók hana góðar fimm mínútur áður en hún gat sagt okkur hvað gerðist.”

Gabbie sagði að hún hefði fengið rafstraum sem fór úr símanum í hálsmen sem hún bar og brenndi háls hennar.

Gabbie hlaut annars stigs brunasár og mun bera ör á hálsinum það sem eftir er.

enhanced-29777-1456072724-6