FréttanetiðHeilsa

Nú geturðu drukkið uppáhalds kokteilinn þinn… í MORGUNMAT – UPPSKRIFT

Þessir drykkur er stútfullur af próteini og minnir um margt á æðislegan og ferskan kokteil – nefnilega Pina Colada.

Pina Colada-hristingur

Hráefni:

2 bollar möndlumjólk

1 1/2 bolli ananasbitar, ferskir eða frosnir

1 1/2 bolli Granola með kókos

1/2 bolli grísk jógúrt

Aðferð:

Setjið öll hráefni í blandara og blandið í 3-4 mínútur. Drekkið strax eða setjið í ísskáp í að hámarki sólarhring.