FréttanetiðFréttir

Nú geturðu athugað… hvort MAKI þinn… er að HALDA FRAMHJÁ… á TINDER

Vefsíðan Swipebuster sér til þess að þú komist að því ef að maki þinn er að halda framhjá þér með aðstoð forritsins Tinder.

Swipebuster tekur gjald upp á tæpa fimm dollara, rúmar sex hundruð krónur, fyrir þrjár leitir á vefsíðunni. Þá skrifar þú fornafn manneskju, aldur og kyn og hvort manneskjan sé líkleg til að nota Tinder. Á nokkrum sekúndum segir vefsíðan þér hvort manneskjan sé í raun á Tinder, hvenær hún hafi skráð sig inn síðast og hvort manneskjan sé að leita að karlmönnum eða konum.

Stofnandi Swipebuster, sem er nafnlaus, segir í samtali við Vanity Fair að hann voni að Tinder taki eftir vefsíðunni og bindi þannig um hnútana að allar upplýsingar um notendur séu þeirra einkamál.

“Það er til svo mikið af gögnum sem fólk veit ekki einu sinni að eru til.”