FréttanetiðMatur & drykkir

Nú fáum við VATN Í MUNNINN… geggjaðar fylltar papríkur – UPPSKRIFT

Af hverju ekki að prófa eitthvað nýtt um helgina og elda þessar geggjuðu, fylltu papríkur? Æðislegar sem meðlæti með einhverjum gómsætum kvöldmat.

Fylltar papríkur

Hráefni:

4 papríkur, skornar í tvennt og fræin tekin úr

5 egg

1/2 bolli mjólk

3/4 tsk salt

2 msk saxaður laukur

1/8 bolli frosið spínat, látið þiðna

1 bolli ostur

4 sneiðar eldað beikon, skorið smátt

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman eggjum, mjólk, salti, lauk, spínati, hálfum bolla af osti og beikoni vel saman í skál. Setjið papríkuna á bökunarpappírsklædda ofnskúffu eða bökunarform. Deilið eggjablöndunni í papríkurnar og dreifið restinni af ostinum ofan á. Hyljið með álpappír og bakið í 45 til 50 mínútur þar til eggin eru bökuð.