FréttanetiðHeimili

Níu frábær HÚSRÁÐ – svona nýtirðu KAFFI-KORGINN…hér og þar á heimilinu

Kaffikorgur er góður í ýmislegt þegar maður er búinn að fá sér koffínskammtinn á morgnana. Hér eru níu leiðir til að nýta korginn til góðs á heimilinu.

1. Losnaðu við vonda lykt í frystinum

Settu kaffikorg í ílát með götum og settu það inn í frysti. Kaffikorgurinn nefnilega sogar í sig vonda lykt.

2. Hjálpaðu plöntunum að blómstra

Það eru alls kyns næringarefni í kaffikorgi og því um að gera að dreifa honum í blómabeðinu.

3. Þrífðu arininn á hreinlegri hátt

Dreifðu blautum kaffikorgi um arininn áður en þú sópar upp öskunni – það gerir þrifin auðveldari.

4. Búðu til sápu

Bættu kaffikorgi í sápugerðina og fylltu heimilið af yndislegri kaffilykt.

5. Losnaðu við hvítlaukslyktina

Skrúbbaðu hendurnar með kaffikorgi til að losna við hvítlaukslykt af puttunum.

6. Sendu köttinn aftur til síns heima

Kettir eru ekki hrifnir af kaffikorgi, sérstaklega ekki þegar þú blandar honum saman við appelsínubörk.

7. Hreinsaðu potta og pönnur

Það er tilvalið að þrífa skítugt leirtau með kaffikorgi en munið bara að hreinsa vel eftir á.

8. Fóðraðu safnhauginn

Kaffikorgur svínvirkar í safnhauginum.

9. Frískaðu upp á illa lyktandi skó

Settu kaffikorg í ónýtan sokk eða sokkabuxur, bittu fyrir endann og settu það í skó yfir nóttu. Þá hverfur táfýlan!