FréttanetiðHeilsa

NÍU ÁSTÆÐUR… fyrir því… að þú borðar ALLTOF mikið

Margir kannast við það að borða á sig gat í hverri einustu máltíð en það eru margvíslegar ástæður fyrir því að maður gerir það.

1. Óreiða og drasl

Rannsóknir hafa sýnt fram á að drasl, til dæmis í eldhúsinu eða á skrifstofunni, getur leitt til þess að þú borðið of mikið. Það er auðvelt að leysa þetta vandamál – bara taka til eftir hverja máltíð og halda eldhúsinu hreinu og fínu.

2. Of mikið úrval

Því fleiri fæðuhópa sem þú ert með á disknum, því meira borðar þú. Reyndu eins og þú getur að hafa matinn einfaldan – það gæti auðveldað þér lífið. Og veldu bara uppáhaldið þitt ef þú ferð á hlaðborð.

3. Stórir diskar

Stórir diskar plata þig þannig að þú heldur að það sé minni matur á disknum. Þar af leiðandi seturðu meira ofan í þig. Minnkaðu diskana og sjáðu til – þú munt borða minna. En geymdu stóru diskana fyrir til að mynda grænmeti sem þú getur ekki borðað of mikið af.

4. Þú sefur ekki nóg

Heilinn þráir sætan og feitan mat þegar við sofum ekki nóg og þá gætirðu leyft þér meira en vanalega. Ef þú færð ekki nægan svefn er líklegra að þú missir sjálfsstjórn og borðir meira.

5. Hasarmyndir

Ef þú borðar yfir sjónvarpinu tekurðu ekki eins mikið eftir því sem þú ert að láta ofan í þig. Vísindamenn hafa komist að því að fólk fær sér meira snarl yfir hasarmyndum þar sem þær auka streitu. Eitthvað til að vera meðvitaður um næst þegar þú hlammar þér í sófann.

6. Hávaði

Lækkaðu í heyrnartólunum og borðaðu á veitingastöðum þar sem tónlistin er lágstemmd. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef þú borðar í hávaðasömu umhverfi þá finnst þér maturinn ekki eins bragðmikill sem verður til þess að þú borðar meira – þó þú sért södd/saddur.

7. “Hollur” matur

Passið ykkur á mat sem haldið er fram að sé hollur og “diet” hitt og þetta. Lesið á pakkann og sjáið hvað maturinn inniheldur margar kaloríur. Það er oft meira en þú heldur.

8. Rifrildi

Ef þú rífst mikið við vini og fjölskyldu getur það orðið til þess að þú spáir minna í næringunni sem þú færð úr mat og velur frekar snakkpoka eða súkkulaðiköku þegar þú ert svöng/svangur.

9. Þegar einhver talar niðrandi um þyngd þína eða holdafar

Ef þér líður illa yfir staðalímyndum í fjölmiðlum eða einhver talar niður til þín því þú passar ekki í eitthvað sérstakt form þá gæti það leitt til þess að þú borðar yfir þig af alls kyns óhollum mat til að láta þér líða betur. En þér líður í raun verr eftir á. Hér er lykilatriði að rækta sálina og sjálfstraustið og elska líkama sinn – sama hvað öðrum finnst um hann.