Fréttanetið



Samskipti

Netið er fullt af HÆTTUM… passaðu þig á þessum GILDRUM… á samfélagsmiðlunum

Það ber að varast ýmislegt á netinu en hér fylgja sex algeng mistök sem fólk gerir á samfélagsmiðlunum og gætu verið dýrkeypt.

1. Að gefa upp heimilisfang

„Auðvitað geri ég það ekki!“ gætir þú verið að hugsa því auðvitað skrifar þú ekki heimilisfangið þitt í prófílinn þinn á Facebook. En þegar maður tékkar sig inn og taggar myndir með staðsetningu sinni getur það gefið sterkar vísbendingar um hvar þú átt heima. Passaðu þig líka að annað fólk, sem er til dæmis heima hjá þér í veislu, taggi ekki heimili þitt á myndum.

2. Sumar myndir af börnum

Ef það er eitthvað sem þú ættir að vara þig mjög mikið á er það allt sem tengist börnum og samfélagsmiðlum. Ef um er að ræða annarra manna börn fáðu þá leyfi áður en þú birtir myndir af þeim á netinu. Og alls ekki setja myndir þar sem þau eru fáklædd þó það sé voðalega krúttlegt að mynda þessi kríli í baði. Því miður hafa slíkar myndir verið misnotaðar á samfélagsmiðlum. Og slepptu því alveg að segja fólki frá því í hvaða skóla barnið er. Til hvers?

3. Ekki gefa upp hvar og hvenær þú ferð í frí

Það er boðskort fyrir þjófa. Þú gætir alveg eins sent þeim persónuleg skilaboð og skrifað: Nennirðu plís að brjótast inn hjá mér?

4. Vísbendingar að leyniorðinu þínu

Þegar maður býr til reikning á samfélagsmiðlum getur maður valið sér öryggisspurningar ef maður gleymir einhvern tímann lykilorðinu sínu. Þessar spurningar gætu verið um fyrstu ástina, æskuheimilið eða fyrsta gæludýrið. Alls ekki gefa neinar vísbendingar um svörin þín við öryggisspurningunum á síðunni þinni.

5. Viðkvæmar myndir

Það er harla ólíklegt að þú birtir nektarmyndir á Instagram, Facebook eða Twitter en þú gætir hafa sent þær í gegnum spjallforrit eða Snapchat. Það er samt sem áður slæm hugmynd því slíkar myndir hafa verið misnotaðar.

6. Kortaupplýsingar

Aldrei gefa upp kortaupplýsingar. Bara aldrei. Nema í gegnum síma. Og þá skaltu biðja manneskjuna á hinum endanum annað hvort að muna upplýsingarnar eða skrifa þær á blað sem hún brennir síðan.