FréttanetiðMatur & drykkir

Nei, þetta er sko EKKI pítsa… þetta er PÍTSAÍDÝFA… við slefum – UPPSKRIFT

Þessi ídýfa er rosaleg! Og nei, það er ekki of snemmt til að slefa yfir svona bombu. Þeir sem vilja horfa á myndband þar sem gerð þessarar mögnuðu ídýfu er sýnd smellið hér.

Pítsaídýfa

Hráefni:

225 g mjúkur rjómaostur1/4 tsk rauðar piparflögur

1/4 tsk oregano

1/4 tsk basil

1/4 tsk hvítlauksduft

1 bolli rifinn mozzarella ostur

1 bolli pítsasósa

1 bolli rifinn parmesanostur

1/4 elduð ítölsk pylsa

10 sneiðar pepperoni

3 msk græn paprika, söxuð

3 msk svartar ólífur, saxaðar

1/4 bolli sveppir, saxaðir

hvítlauksbrauð til að bera fram með

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Blandið rjómaosti og kryddum saman í skál og dreifið blöndunni í botninn á eldföstu móti. Setjið 1/2 bolla af mozzarella yfir rjómaostinn og dreifið síðan pítsasósu yfir ostinn. Dreifið restinni af mozzarella og parmesanostinum yfir sósuna og setjið síðan pylsu, pepperoni, papriku, ólífur og sveppi yfir það. Bakið í 15-20 mínútur og berið fram með hvítlauksbrauði eða venjulegu brauði.