FréttanetiðMatur & drykkir

Nei, þetta er ekki prentvilla… það er BJÓR í þessari köku – UPPSKRIFT

Vantar ykkur eitthvað að baka fyrir helgina? Þá getur þessi ekki klikkað enda búin til meðal annars úr bjór.

Bjórkaka

Hráefni – kaka:

1 msk sítrónubörkur

1 1/4 bolli sykur

2 msk mjúkt smjör

3 egg

1 tsk vanilludropar

1/3 bolli sítrónusafi

1/3 bolli hveitibjór

3 msk ólífuolía

1 3/4 bolli hveiti

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

Hráefni – glassúr:

2 bollar flórsykur

smá salt

2 tsk sítrónusafi

1/2 tsk vatn

Aðferð:

Hitið ofninn í 170°C og takið til formkökuform og smyrjið það. Blandið berki og sykri saman í um tvær mínútur. Bætið smjörinu saman við og hrærið vel saman. Bætið eggjum og vanilludropum saman við – einu eggi í einu. Bætið sítrónusafa, bjór og olíu út í og blandið vel saman. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt út í blönduna og blandið varlega saman. Hellið í formið og bakið í 55 til 60 mínútur. Leyfið henni að kólna alveg áður en glassúrinn er settur á. Hann er búinn til með því að blanda öllum hráefnum vel saman.