FréttanetiðMatur & drykkir

Nei, það er ekkert að sjóninni þinni… leynihráefnið í þessum kjúklingarétt… er ROMM – UPPSKRIFT

Hvernig væri að sleppa því að búa alltaf til sama, gamla kjúklingaréttinn og prófa þessa snilld en leynihráefnið hér er romm. Já, þú last rétt – romm!

Rommkjúklingur

Hráefni:

900 g úrbeinaður kjúklingur

1 tsk reykt paprikukrydd

salt og pipar

5 msk smjör eða ólífuolía

1/4 bolli ferskt blóðberg

3 stórir hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

3/4 bolli romm

3/4 bolli kjúklingasoð

340 g spínat

fersk steinselja, söxuð

Aðferð: 

Kryddið kjúklinginn með papríku, salti og pipar. Bræðið 3 matskeiðar af smjöri á pönnu og steikið kjúklinginn í þrjár mínútur og snúið honum síðan við. Lækkið niður í miðlungshita og leyfið kjúklingnum að steikjast í þrjár mínútur til viðbótar áður en þið bætið við restinni af smjörinu, blóðbergi og hvítlauk. Steikið í um 2 mínútur. Bætið romminu við og leyfið þessu að malla í um 3 til 5 mínútur. Bætið síðan kjúklingasoðinu við og leyfið að malla í 20 mínútur. Setjið kjúklinginn á diska og setjið spínat ofan á. Leyfið þessu að jafna sig í nokkrar mínútur og berið síðan fram með ferskri steinselju.