FréttanetiðFólk

Neglurnar koma upp um þig… þær segja nákvæmlega… hvaða mann þú hefur að geyma

Sjáðu neglurnar þínar og reyndu að koma auga á lögun þeirra – myndin hér fyrir ofan hjálpar þér við að finna út hvernig þú ert í mannlegum samskiptum. Ef þú getur ekki fundið út hver líkist lögun þinni skaltu velja nöglina sem er næst nöglunum þínum.

1. Langar neglur – rétthyrnd lögun
Ef þú hefur þessa lögun af nöglum þá ert þú smámunasöm félagsvera sem elskar að eiga tjáskipti við aðra. Þú elskar að vera í kringum vini þína og þegar þú eignast nýja vini og öðlast þar með nýja spennandi reynslu. Þar að auki ert þú alltaf að leitast við að víkka sjóndeildarhringinn þinn. Þú rannsakar hvert einasta verkefni frá öllum sjónarhornum og velur ávallt bestu lausnina. Þér finnst mikilvægt að greina alla hluti og það í minnstu smáatriðum.

2. Breiðar neglur
Þú ert manneskja með einbeittan huga sem greinir allt og alla. Þú hugsar allt í þaula áður en þú talar og leiðbeinir fólki sem verður á vegi þínum og það sem meira er er að þú virðist ná til fólks því það hlustar á skoðanir þínar sem eru ávallt góðar. Þú skilur eðli fólks vel og fólk virðist geta treyst á gáfur þínar og eðlishvöt.  Svo ertu ávallt að reyna að búa til eitthvað nýtt.  Annars elskar þú þægindi og lúxus og þess vegna leggur þú þig fram við að þéna mikið en þar liggur sjálfstæði þitt svo þú getir notið þess að gera nákvæmlega það sem þér sýnist.

3. Kringlóttar neglur
Þú ert ötul og skapandi manneskja með hæfileika sem þú felur en hann er að reyna að brjótast út en þú skammast þín fyrir hann eða gerir lítið úr honum í stað þess að nýta þér hann (hæfileikann). Þú ert alltaf með jákvætt viðhorf og þess vegna er fólk í miklu sambandi við þig. Þú ert góður trúnaðarvinur og vinir þínir verða vinir þínir alla ævi en þú virðist gera allt til að huga vel að fólkinu þínu með því að vernda það og næra með góðmennsku.  Það eru nokkrir hlutir sem þú elskar mest í heiminum. Þú elskar óvænt ævintýri og lætur þig endalaust dreyma og svo lífgar þú drauma þína við. Einhver myndi segja að þú værir þrjósk manneskja en ætli það sé ekki réttara að þú veist nákvæmlega hvað þú vilt.

4. Ójafnar stuttar neglur
Getur verið að neglurnar séu ójafnar af því að þú nagar þær? Ef þú ert með ójafnar og stuttar neglur er það af því að þú ert mjög viðkvæm manneskja. Þú ræktar núverandi sambönd við fólk en hugsar þig vandlega um þegar þú eignast nýja vini því þú hleypir fólki ógjarnan nálægt þér nema að vel hugsuðu máli. Þegar umhverfi þitt er í jafnvægi átt þú það hinsvegar til að finna fyrir stormi innra með þér (óþarfa kvíði). Þú getur stjórnað þessum tilfinningum þegar þú hefur viðurkennt þær. Annars ertu heiðarleg manneskja sem hugar vel að öllum í kringum sig.

5. Stórar rétthyrndar neglur
Þú ert leiðtogi og vinnur allt af mikilli ástríðu sem þú tekur þér fyrir hendur. Fjölskylda þín treystir á þig en það er greinilegt að þú ert alltaf í vinnunni og leitast stöðugt við að taka ábyrgð. Tekur vinnuna fram yfir nánast allt. Vinnualki er rétta orðið. Jákvæðni og bjartsyni einkennir þig nema þegar þú gleymir að rækta þig þá áttu það til að fara í djúpan dal og þess vegna er hreyfing mikilvæg fyrir fólk eins og þig.

6. Þríhyrningslaga neglur
Þú ert hugrakkur og ákveðinn einstaklingur sem veit hvað hann vill þegar hann vill það. Þú lætur drauma þína rætast sama hvað hver segir. Þú átt það hinsvegar til að segja ,,já” við öllu – þú samþykkir öll verkefni sem þú ert beðin/n um að taka að þér en hugsar á sama tíma: Nei ég hef engan tíma í þetta. Þegar það kemur að því að því að reka fyrirtæki er slagorð þitt: “Vinna er vellíðan og að eyða peningum er auðveldast í heimi.”

7. og 8. Langar möndlulaga neglur
Ef neglurnar þínar eru sporyskjulaga í lögun, þá ertu mjög svo skapandi manneskja. Þú hefur gott ímyndunarafl, og þér líður best ef þú ert umkringdur fallegum hlutum og jákvæðu fólki. Fólk leitar til þín, sérstaklega þegar þeir þurfa stuðning. Þú ert rólyndismanneskja sem nýtur þess að stíga út fyrir rammann í sköpun. Þú finnur fyrir ómældri hamingju þegar þú skapar eitthvað og getur dundað þér endalaust við það. Þá ertu manneskja sem hhugsar í lausnum en vilt fyrst og fremst njóta stundarinnar án þess að hugsa um hið veraldlega.

Sættu þig við það – augnliturinn kemur upp um þig.