FréttanetiðHeilsa

Naglalakk skaðar ÞIG… sjáðu hvernig

Þú ættir ekki að setja á þig naglalakk of oft því neglurnar þorna upp og verða gular að lit en burtséð frá því þá er það sorgleg staðreynd að þessi tegund af snyrtivörum getur valdið mun alvarlegri skaða á heilsu þína en þig grunar.  Veist þú til að mynda hvaða neikvæðu áhrif innihaldsefni naglakksins hafa á líkama þinn?

Hættuleg efni sem naglalakkið inniheldur valda eiturverkunum. Naglalökk innihalda nefnilega efni sem geta alvarlega skaðað heilsuna eins og:

Tolúen – leysir sem gerir neglurnar sléttar og varðveitir litarefni. Tolúen hefur áhrif á miðtaugakerfið og getur valdið æxlun. Höfuðverkur, máttleysi, yfirlið og ógleði eru bara nokkrar af þeim líklegu afleiðingum sem þú upplifir við að nota naglalakk. Sjá link HÉR.

Formaldehýð – litlaust gas sem hjálpar til við að auka geymsluþol naglalakksins. Ef þú ert með ofnæmi getur snerting við formaldehýð valdið húðbólgu og hugsanlegum efnabruna. Í alvarlegri tilfellum getur það leitt til hjartsláttartruflana, krampa og krabbameins. Sjá link HÉR.

Dibutyl ríftalat – er notað sem ilmefni. Tilvist þessa hættulega efnis getur valdið skaða í innkirtlum og skapað sjúkdóma í öndunarvegi. Sjá upplýsingar HÉR.

Vísindamenn gerðu rannsókn á hópi 24 kvenna sex klukkustundum eftir að þær naglalökkuðu sig og sýndu flestir þátttakendur hækkun dífenýlfosfats – afleiða trífenýlfosfats sem myndast í umbrotum í líkamanum. Tíu klukkustundum eftir upphaf tilraunarinnar hækkaði magn dífenýlfosfats í líkama allra þátttakenda og það sjö sinnum yfir meðallagi.

Þessar niðurstöður eru sannarlega skelfilegar. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú lakkar á þér neglurnar næst.