FréttanetiðOMG

Næstum því öll fjölskyldan hennar dó úr OFFITU… hún sneri við blaðinu… og léttist um 75 KÍLÓ – MYNDIR

Mary Maxwell er 24 ára en fyrir nokkrum árum breytti hún um lífsstíl og léttist um 75 kíló. Ástæðan fyrir þessari heilsufarsbreytingu var að Mary missti næstum því alla sína nánustu fjölskyldumeðlimi úr offitu og tengdum sjúkdómum.

Mary fór í hjáveituaðgerð til að breyta lífi sínu en nú hefur hún hafið söfnun á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe svo hún geti lagst aftur undir hnífinn til að fjarlægja aukahúð eftir þyngdartapið.

Mary vill komast í aðgerð til að fjarlægja aukahúð.

Mary vill komast í aðgerð til að fjarlægja aukahúð.

“Ég hef oft horft á húðina og grátið. Ég velti því fyrir mér hvernig ég hafi getað eyðilagt líkama minn svona,” skrifar Mary á síðuna.

“Ég er yfirleitt örugg út af þessu en fleiri og fleiri hafa bent mér á þetta að undanförnu og ég er búin að fá nóg,” bætir hún við.

75 kíló farin.

75 kíló farin.

Fjölskyldusaga Mary er átakanleg en faðir hennar lést rétt áður en hún fæddist og móðir hennar lést þegar Mary var aðeins tveggja ára gömul. Mary varð því fljótt þunglynd og snemma kom í ljós að hún var haldin matarfíkn. Ef þið viljið styrkja Mary svo hún komist í aðgerðina sem hún þráir getið þið smellt hér.