FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er næstum því of gott til að vera satt… geggjaðir ÍSPINNAR… sem eru meinhollir – UPPSKRIFT

Þið verðið að prófa þessa æðislegu íspinna sem eru nefnilega meinhollir. Og miklu betri en ís sem þið kaupið út í búð.

Hollir íspinnar

Hráefni – íspinnar:

2 bollar kókosmjólk eða -rjómi

8 döðlur

1/2 stór lárpera

1/3 bolli kakó

1/2 tsk vanillusykur

Hráefni – hnetuskreyting:

1/4 bolli kókosolía

1/4 bolli kakó

2 msk hlynssíróp

1/2 bolli ristaðar heslihnetur, saxaðar

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum í íspinnana vel saman í matvinnsluvél – blandan ætti að vera þykk og rjómakennd. Hellið í íspinnamót og munið að setja 1 íspinnaprik í hvert mót. Setjið í frysti í 6 klukkustundir eða yfir nótt. Ef þið eigið í erfiðleikum með að ná íspinnunum úr mótunum getið þið sett formið aðeins undir volgt vatn. 

Til að búa til hnetuskreytinguna blandið þið saman olíu, kakó og sírópi. Hellið súkkulaðinu á toppinn á íspinnunum með skeið og skreytið með heslihnetunum. Njótið!