FréttanetiðHeilsa

Þessi FÆÐA styrkir ónæmiskerfið þitt

Þar sem meirihluti af frumum ónæmiskerfissins finnast í þörmunum ætti ekki að koma á óvart að heilsusamlegt mataræði hefur gífurlegt vægi þegar kemur að styrkingu ónæmiskerfisins. Fæða sem talin er styrkja kerfið og styðja við jafnvægi í þarmaflóru er eftirfarandi:

1. Paprikur
Í paprikum má finna tvisvar sinnum meira magn C vítamíns en finnst í sítrusávöxtum ásamt beta-karotini. Með neyslu papriku styður þú heilbrigða húð og augu ásamt því að veita ónæmiskerfinu stuðning.

2. Sítrusávextir
Sítrusávextir eru einnig ríkir af C vítamíni og er talið hjálpa til við framleiðslu á hvítum blóðkornum sem eru nauðsynleg þegar líkaminn þarf að vinna á sýkingum. Þar sem líkaminn hvorki framleiðir né geymir C vítamín er gott að innbyrða reglulega sítrusávexti sem forvörn gegn sýkingum. Gott er að taka C vítamín í hvaða formi sem er, en mælt er þó með að neyta ferskra sítrusávaxta frekar ef völ er á.

3. Engifer
Virkni Engifers er talin vera svipuð C vítamíni og er gjarnan notað til að koma í veg fyrir kvef. Einnig er mælt með neyslu Engifers eftir flensur því í Engiferi finnst efni sem kallast gingerol, náskylt efni sem finnst í chili pipar sem getur virkað vel til að lina eymsli og slappleika.

4. Turmerik
Turmerik má finna í ótal karrý blöndum og gefur sterkan gulan lit (curcumin) ásamt örlitlu beisku bragði. Oft er Turmerik notað til að draga úr verkjum í liðum og jafnvel lækka hita.

5. Spínat
Spínat er mjög ákjósanleg fæða fyrir ónæmiskerfið og er fullt af C vítamíni, beta-karotein ásamt ógrynni af andoxunarefnum. Til að fá sem mesta næringu úr spínati þá er mælt með að neyta spínats í hráu formi. Nýjustu rannsóknir benda til að flest dökkgrænt grænmeti hafi svipaða eiginleika svo óhætt er að mæla með neyslu á grænkáli og þess háttar blaðgrænmeti.

6. Spergilkál
Spergilkál er einnig pakkað af andoxunarefnum ásamt A, C og E vítamínum. Sumir vilja halda því fram að spergilkál sé eitt af hollasta grænmetið sem völ er á. Mælt er með að elda spergilkál í sem stystan tíma ef það á við en best er að neyta þess hrátt til að viðhalda næringunni i því.

7. Jógúrt
Jógúrt er ein af fáum mjólkurvörum sem teljast góðar fyrir meltinguna. Í jógúrt má finna töluvert af góðgerlum fyrir meltinguna, en ýmsar rannsóknir staðfesta að góðgerlar séu nauðsynlegir meltingarkerfinu og styrki þar með ónæmiskerfið. Í jógúrt má einnig finna töluvert magn af D vítamíni sem er líkamanum lífsnauðsynlegt fyrir heilbrigt stoðkerfi og ónæmiskerfi.

8. Möndlur
Þegar ónæmiskerfið þarf fæðu sem styður ónæmiskerfið er mikilvægt að líkaminn fái sinn skammt af E vítamíni. E vítamin er fituleysanlegt sem þýðir að til að til þess að það nýtist þurfi fitu til þess að það frásogist og nýtist sem best. Í aðeins hálfum bolla af möndlum má finna dagskammtinn af E vítamíni ásamt andoxunarefnum.

Allar þessar fæðutegundir ættu að vera hluti af regulegri fæðuinntöku þar sem þær styðja mögulega við ónæmiskerfið ásamt því að styðja við góða meltingu.