FréttanetiðFólk

MOULIN ROUGE í Hörpu… *Todmobile sér um tónlistina*…GETUR EKKI KLIKKAÐ

Það verður öllu tjaldað til á morgun 21. apríl þegar Eldborg breytist í Moulin Rouge eða Rauðu mylluna. Þessi glæsilega tónleikasýning byggist á einni vinsælustu kvikmynd okkar samtíma, Moulin Rouge og munu áheyrendur upplifa hana í tónlist, dans og leik. Stórbrotin söng- og dansatriði ásamt leiknum senum sem skilja engan eftir ósnortinn.

greta1

Strangt æfingaferli í tvo mánuði
,,Við erum búin að vera í ströngu æf­inga­ferli og sér­stak­lega dans­ar­arn­ir, eða í um tvo mánuði núna, og það er óhefðbundið fyr­ir tón­leika­sýn­ingu og kannski til marks um hversu langt við göng­um með hana. Þessi kvik­mynd er nátt­úru­lega al­gjör klass­ík og full af ein­verj­um fræg­ustu lög­um heims eins og Your Song, Come What may, Nature Boy, Lady Mar­mela­de, Roxanne og fleira,“ seg­ir listamaður­inn Greta Salóme um sýn­ing­una Moul­in Rou­ge eða Rauðu myll­una eins og sýn­ing­in heit­ir á ís­lensku. Hún sér um tón­list­ar­stjórn ásamt Þor­valdi Bjarna Þor­valds­son­ar. Sýn­ing­in fer fram í Hörpu á morgun laug­ar­dag­ og í Hofi 28. apríl.

greta3

Ætlaði alls ekki að leika og syngja í sýningunni
„Þetta er tón­leika­sýn­ing þar sem við göng­um svo miklu lengra en til er ætl­ast og við ætluðum okk­ur í byrj­un. Bún­ing­ar, dans­ar, út­setn­ing­ar, söngv­ar, allt hef­ur orðið miklu stærra í ferl­inu og þetta er orðið að ein­hverju sem eng­inn má missa af. Unn­ur Elísa­bet hef­ur verið ótrú­leg sem dans­höf­und­ur og fær­ir þetta á allt annað plan. Sömu­leiðis ger­ir Tod­mobile hljóm­sveit­in það á sinn ein­staka hátt,“ seg­ir Greta Salóme sem ætlaði alls ekki að leika og syngja í sýn­ing­unni en annað hef­ur komið á dag­inn.

„Ég ætlaði ekki að leika þetta aðal­hlut­verk Satín í byrj­un og var alls ekki sann­færð eft­ir nokkra fundi með leik­stjór­an­um frá­bæra henni Björk Jak­obs. En núna hlakka ég mikið til,” segir Greta.

greta2
Tónlistarstjórn er í höndum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar og Gretu Salóme.

Landslið leikara, söngvara og hljóðfæraleikara
,,Mikið er lagt í sýn­ing­una en um 100 manns eru á sviðinu og kem­ur þarna sam­an landslið leik­ara, söngv­ara og hljóðfæra­leik­ara. Í sýn­ing­unni er 70 manna kór og 12 at­vinnu­dans­ar­ar,” segir Greta en auk hennar í sýn­ing­unni eru Eyþór Ingi, Siggi Þór, Hera Björk, Gói, Örn Árna, Heiða Ólafs, Alma Rut, Sigga Eyrún og Elm­ar Gil­berts óperu­söngv­ari svo ein­hverj­ir séu nefnd­ir.

 

greta4
Um tónlistina sér hljómsveitin Todmobile ásamt Harmoníu sönghópnum og Fílharmoníukórnum undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.


Moulin Rouge tónleikasýning í Hörpu 21.apríl og Hofi 28.apríl  -  SJÁ MEIRA HÉR