FréttanetiðMatur & drykkir

Mmmm… vá hvað þetta er GIRNILEGUR hafragrautur… við fáum vatn í munninn – UPPSKRIFT

Ef þú ert komin/n með leið á að fá þér alltaf sama, gamla hafragrautinn þá er þetta uppskrift fyrir þig.

Hafragrautur með hlynssírópi og mangó

Hráefni:

1 bolli haframjöl

2 bollar möndlumjólk

2 bollar vatn

1 msk vanilludropar

2 msk hlynssíróp

1/2 tsk kanill

ferskt mangó í bitum

Aðferð:

Látið mjólkina, vatn og vanilludropa í pott og leyfið að sjóða. Hrærið haframjölinu saman við og lækkið hitann. Leyfið þessu að malla í 25 mínútur, eða þar til grauturinn er tilbúinn. Þetta er auðvitað líka hægt að gera í örbylgjuofni. Takið grautinn af hitanum og hrærið sírópinu og kanilnum saman við. Setjið í skál með smá mangó og njótið.