FréttanetiðMatur & drykkir

Mmmm… nú SLEFUM við… glútenlaus og vegan eplakaka sem næstum því bráðnar í munni – UPPSKRIFT

Þessi eplakaka er svo gómsæt, sérstaklega á degi sem þessum, og ekki skemmir fyrir að hún er glútenlaus og vegan.

Eplakaka

Kaka – hráefni:

1 1/2 bolli glútenlaust hveiti

1 msk kanill

1 msk múskat

1 msk lyftiduft

1/2 bolli eplasósa

1/2 bolli hrásykur

2 tsk vanilludropar

1/4 bolli olía

Glassúr – hráefni:

1/2 bolli flórsykur

1/8 bolli hlynssíróp

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og takið til hringlaga kökuform og smyrjið það. Blandið eplasósu við vanilludropa og olíu. Bætið hrásykri, kanil og múskati við blönduna og blandið vel saman. Blandið hveiti og lyftidufti varlega saman við þar til deigið er silkimjúkt. Hellið blöndunni í kökuformið og bakið í um 40 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en glassúrinn er settur á en hann er búinn til með því að blanda saman flórsykri og sírópi.