FréttanetiðFólk

KARLMENN missa áhuga á KYNLÍFI… ef þeir SOFA ekki ÚT

Svefnleysi er stórt vandamál í nútímasamfélagi. Rannsóknir sýna að einn af þremur Bandaríkjamönnum sofa allt of lítið. Þegar við sofum nægilega lengi, vöknum við endurnærð þannig að við verðum meira skapandi, heilbrigðari og okkur líður mun betur .
Svefn er ekki til að hressa þig aðeins við – svefninn skiptir miklu meira máli þegar heildarmyndin er skoðuð.  Þú skalt huga vel að þessu ef þú vilt lifa lengur og heilbrigðara lífi.

Samkvæmt National Sleep Foundation má sjá svefnþarfir út frá aldri:

Nýburar  0-3 mánaða: 14-17 klst
Ungabörn  4-11 mánaða: 12-15 klst
Smábörn 1-2 ára: 11-14 klukkustundir
Leikskólabörn  3-5 ára: 10-13 klukkustundir
Börn á grunnskólaaldri 6-13 ára: 9-11 klukkustundir
Unglingar  14-17 ára: 8-10 klukkustundir
Ungt fólk  18-25 ára: 7-9 klukkustundir
Fullorðnir  26-64 ára: 7-9 klukkustundir
Fullorðnir 65+ ára: 7-8 klukkustundir

Ef við sofum ekki nægilega lengi þá eru ýmsir kvillar í líkamanum sem koma í ljós en rannsóknir sýna að þeir eru bein afleiðing svefnskorts.

Heilastarfsemin 
Svefnleysi hefur áhrif á starfsemi heilans sem leiðir til lélegrar ákvarðanatöku, rökhugsun veikist, viðbröð þín verða hæg og veik svo fátt eitt sé nefnt samkvæmt rannsókn sem birt var í tímaritinu Experimental Brain Research.   Rannsóknir sýna að heilinn styrkist við svefn sem gerir okkur auðveldara að muna. Þegar við sofum ekki nóg verður þetta verkefni erfiðara.

Þyngdaraukning
Við erum öll meðvituð um tengsl svefnleysis og þyngdaraukningu. Þriggja ára löng rannsókn sem gerð var á 21.000 fullorðnum einstaklingum sýndi fram á að þeir sem sofa minna en fimm klukkustundir á næturna eiga það til að fitna. Hætta á offitu stór eykst við svefnleysi.

Flensa tíður gestur
Við verðum veik.  Rannsóknir sýna að það eru bein tengsl á milli skorts á svefni og ónæmiskerfisins. Þeir sem sofa of lítið er hættara við sjúkdómum.

Hjartað veikist
Önnur rannsókn sem birtist í evrópsku tímariti sem ber heitið Heart Journal sýnir tengsl milli svefnleysis og hættu á hjartasjúkdómumog auknum líkum á heilablóðfalli því skortur á svefni særir hjartastöðina og hefur þar með áhrif á alla starfsemi líkamans.

Húðvandamál
Einstaklingar milli 30 og 50 ára sem sofa allt of lítið fundu að svefnleysið hefur mikil áhrif á húð þeirra samkvæmt rannsókn sem gerð var vestan hafs. Þeir höfðu fleiri hrukkum, fínar línur, ellibletti í andliti og mýkt húðarinnar minnkaði.

Dvínandi kynlífslöngun
Karlar sem sofa í fimm tíma eða skemur yfir nóttina höfðu lægra magn af testosterone í líkamanum en þeir sem sváfu lengur ef marka má tímaritið Journal of American Medical Association. Áhugi karla á kynlífi sem sváfu of lítið var sáralítill miðað við þá sem sváfu lengi.  Þar að auki lækkaði hormónið sem ýtir undir kynlífslöngun þeirra sem sváfu undir 5 klukkustundum um 15%.

Aukin hætta á krabbameini
The American Academy of Sleep Medicine heldur því fram að svefnleysi leiði til aukinnar hættu á krabbameini.