FréttanetiðHeilsa

Lestu þetta og MINNKAÐU líkurnar á heilablóðfalli – MYNDIR

Hér eru sjö ábendingar sem þú skalt fyrir alla muni kynna þér því þau geta seinkað eða komið í veg fyrir heilablóðfall.

Heilablóðfall verður þegar blóðflæði til heilans er truflað eða stoppar og heilafrumurnar verða súrefnislausar af þeim sökum. Þetta getur ýmist gerst út af tappa eða einhverri hindrun á blóðflæði eða blæðingu staðbundinni blæðingu.

Það er samt breytilegt og persónubundið hver einkenni heilablóðfalls eru en algengustu einkennin eru staðbundin lömun í andliti, talörðugleikar og vöðvaþreyta eða lömun í öðrum helmingi líkamans.  Heilablóðföll geta valdið langtímafötlun.

Hægt er að koma í veg fyrir allt upp í 80% tilfella. Það er hægt með því að hafa stjórn á áhættuliðum eins og reykingum, of háum blóðþrýstingi, sykursýki, of háu kólesteróli, hjartasjúkdómum og ofáti. Þegar blæðing byrjar skiptir hver einasta mínúta máli. Því er mikilvægt að vera fljótur að hringja á sjúkrabíl ef einkenni gera vart við sig til að minnka líkur á dauða eða fötlun til frambúðar.

1

1. Hættu að reykja og takmarkaðu áfengisneyslu. Þeir sem reykja eru í tvöfalt meiri áhættu á að verða fyrir heilablóðþurrð, sem er ein tegund heilablóðfalls, og kemur fram sem mikil þrengsl í æðum í heila eða jafnvel stíflum, sem stöðva blóðflæðið.

Rannsókn sem gerð var á reykingum kvenna á aldrinum 15 til 49 ára árið 2009 sýndi fram á að það er beint samhengi á milli fjölda reyktra sígaretta daglega og tíðni heilablóðþurrðar. Það fer eftir því hversu margar sígarettur eru reyktar hve hratt blóðþurrðin myndast.

Ráð: Prófaðu að hætta að reykja. Fáðu faglega aðstoð til þess ef þarf. Það mun einnig bæta heilsu þína almennt og minnka líkur á öðrum alvarlegum sjúkdómum. Einnig er mikilvægt að takmarka áfengisneyslu þar sem mikil drykkja eykur líkur á heilablóðfalli. Karlmenn ættu ekki að drekka meira en 3 til 4 einingar á dag á meðan konur ættu ekki að drekka meira en 2 til 3. Ein áfengis eining er sirka 250 ml. af bjór, hálft glas af víni eða eitt skot af áfengi.

2

2. Hafðu gætur á blóðþrýstingnum. Hár blóðþrýstingur er einn aðaláhættuþáttur heilablóðfalls. Fólk er oft ekki að fylgjast með eða meðhöndla of háan blóðþrýsting þar sem hann hefur engin sýnileg áhrif. Félag amerískra hjartasjúklinga heldur því fram að aðeins um 45% af þeim sem þjást af of háum blóðþrýstingi fylgist með og meðhöndli hann. Miðstöð forvarna og eftirlits með útbreiðslu sjúkdóma (CDC)  vestan hafs telur að fólk með of háan blóðþrýsting sé fjórum sinnum líklegra til að deyja úr heilablóðfalli en aðrir.

Ráð: Taktu blóðþrýstingslyfin þín, farðu reglulega í eftirlit og gerðu breytingar á lífsstíl þínum, eins og að forðast salta fæðu til að stjórna þrýstingnum.

3

3. Borðaðu hollan mat.  Gerðu hollt fæðuplan sem inniheldur mikið af ávöxtum, grænmeti og heilkornum eins og epli, perur, ber, kirsuber, granatepli, brokkóli, kál, spínat, lárperur, hnetur, hörfræ, kía fræ svo eitthvað sé nefnt. Fæða þín á að innihalda mikið af trefjum, andoxunarefnum og lítið af mettuðum fitusýrum, kólesteróli, natríum og viðbættum sykri. Ameríska hjartafélagið mælir með því að borða mikið af grænu grænmeti ásamt grófum trefjum og mjöli til að fá nægjanlegt magn af fólínsýru og B6 og B12 vítamínum. Þessir fæðuflokkar eru tengdir við lækkun á amínósýru í blóðinu sem kallast hómósystein en há hlutföll þess valda hjarta og æðasjúkdómum þar á meðal heilablóðfalli.

4

4. Þjálfaðu líkamann reglulega. Ef þú hreyfir þig reglulega verður líkamlegt form þitt gott og þér líður betur. Reglulegar æfingar lækka magn kólesteróls, jafna út blóðþrýsting, stjórna sykursýki og koma í veg fyrir blóðtappa. Birt var grein í Circulation tímariti ameríska Hjartafélagsins um rannsókn sem gerð var árið 2015 sem sýndi að konur sem þjálfa líkamann nokkrum sinnum í viku voru með lægri áhættumörk við hjartasjúkdómum, heilablóðfalli og blóðtappa.

Ráð: Hæfileg hreyfing á dag í 20 mínútur er góð fyrir flesta. Þú gætir valið þér hreyfingu sem hentar þér eins og til dæmis göngur, sund, dans, hjólreiðar eða hvað sem hentar þér. Reyndu að hreyfa þig í daglegum athöfnum, með því að fara frekar upp tröppur en taka lyftu og ekki leggja bílnum beint fyrir framan vinnuna, heldur í gönguleiðar fjarlægð. Fáðu ráðgjöf hjá lækni eða þjálfara um hæfilegt þjálfunarprógram sem hentar þinni getu.

5

5. Þjálfaðu mittið/kviðinn og fylgstu með þyngd þinni. Rannsókn sem gerð var í Manhattan árið 2005 sýndi fram á að magafita er sértækur áhættuþáttur fyrir blóðþurrð í heila og er algengari á meðal þeirra sem eru í yngri kantinum en hafa þjáðst af blóðfalli. Fita yfir magann eykur framleiðslu á lágþéttni lípóprótínum (eða slæmu kólesteróli) sem eru losuð sem úrgangsefni út í æðaveggina og auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og heilablóðfalli. Segja má að mittismál sem er stærra en 1 meter hjá körlum og 85 cm hjá konum auki áhættuna.  Þar að auki leggur aukaþyngd aukið álag á alla hringrás blóðsins. Þú verður veikari fyrir háum blóðþrýstingi, sykursýki 2 og hjartasjúkdómum en þessir sjúkdómar valda allir lykil-áhættu á heilablóðfalli.

Ráð: Haltu líkamsþyngd þinni í góðu jafnvægi og minnkaðu mittismálið. Slepptu gosdrykkjum. Rannsókn sem birt var í næringarfræði í Bandaríkjunum sýndi að mikil gosdrykkja eykur sérstaklega líkur á heilablóðþurrð hjá konum.

6

6. Passaðu upp á kólesterólið .  Hátt kólesteról er annar áhættuþáttur því það getur hindrað eðlilegt blóðflæði til heilans. Það eykur einnig líkur á hjartasjúkdómum. Háir staðlaar á LDL (slæmu kólesteróli) með æða-stíflunar eiginleika og sérstaklega þríglýseríð (blóðfitu) eru tengdir aukinni áhættu á heilablóðþurrð. Háþéttni-lípóprótín (góð kólesteról) vernda hins vegar gegn heilablóðfalli og hjartaáföllum.

Ráð: Bættu kólesteról-gildi líkamans með því að auka trefjaríkt og grænmetis og ávaxta fæði og fækkaðu kjötmáltíðum. Þú ættir einnig að gufusjóða, baka, hægsjóða eða grilla fæðuna í stað þess að steikja hana í mettuðum óhollum fitum. Meiri hreyfing frekar en kyrrstaða hjálpar einnig.

7

7. Hafðu stjórn á sykursýki.  Margar rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af sykursýki er hættara við heilablóðfalli. Sykursýki er í raun stór áhættuþáttur fyrir blóðþurrð. Hátt hlutfall sykra í blóðinu getur valdið æðaskemmdum og samsöfnun úrgangsfitu og þannig aukið hættu á stíflun í æðum. Ef það gerist í æð sem liggur upp í heilan getur það valdið heilablóðfalli.

Ráð: Það er mikilvægt að fylgjast með sykurmagni í blóðinu til að koma í veg fyrir heilablóðfall, borða hollt og næringarríkt fæði og hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á hverjum degi. Rannsóknir hafa sýnt að inntaka á litlu magni af aspiríni daglega getur minnkað líkur á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Hins vegar fer það eftir heilsu hvers og eins svo rétt er að ráðfæra sig við lækni fyrir inntöku aspiríns og fá ráð við réttri skammtastærð.