FréttanetiðFólk

Hún var með ÚTBROT… þurrar VARIR… LIÐVERKI… og ákvað að BORÐA ÞETTA… ÚTKOMAN kom henni heldur betur Á ÓVART

Ef líkaminn framleiðir ekki nægilega mikið af lífrænum efnasamböndum sem efla heilsuna og að sama skapi þegar við borðum ekki vitamínrík matvæli eigum við það til að upplifa þurrk, náladofa, liðverki svo fátt eitt sé nefnt.  Hér förum við stuttlega yfir lausnir þegar kemur að mataræði og vítamín-inntöku til að koma í veg fyrir þessa líkamlegu fylgikvilla.

1. Sprungnar varir
Ástæðan er yfirleitt skortur á járni, sinki, vítamín B3, vítamín B2 og vítamín B 12. Grænmetisætur oft fyrir þessu vandamáli.  Ráðlegt er að borða hnetur, linsubaunir, belgjurtir, lax, túnfisk, alifugla kjöt og egg.  C-vítamínið hjálpar líkamanum að taka upp járnið á mettíma. Hér er ráðlegt að borða mat ríkan í vítamíni C eins og papriku, spergilkál og blómkál.

2. Rauðir flekkir í andliti (útbrot) og hárlos
Útbrot á húð og hárlos er algengt og þá vegna skorts á vítamín B17. Þá er ráðlegt að borða nóg af soðnum eggjum, avokadó, sveppi, lax, sojabaunir, hindber, blómkál, valhnetur og banana.

3. Húðbreytingar í andliti (þurrkublettir) og kjúklingahúð á handleggjum
Hér er eflaust um að ræða skort á fitusýrum og A og E vítamín. Hér er ráðlagt að forðast mettaða fitu og borða eingöngu heilbrigða fitu. Leggðu sérstaka áherslu á að borða valhnetur, hörfræ, hamp-fræ og lax.  Ef þú vilt auka vítamínupptökuna skaltu borða grænt grænmeti, sætar kartöflur, papriku og gulrætur.

4. Náladofi á höndum, fótum og stundum í öllum líkamanum
Taugakerfið eflist með inntöku á vítamínum B9, B6 og B12. Ef þú upplifir þunglyndi, þreytu, blóðleysi og hormóna-ójafnvægi þá er það vegna skorts á þessum vítamínum. Vandamál eins og þessi lagast ef þú breytir um mataræði og borðar aspas, spínat, egg, baunir og kjúkling.

5. Krampi, verkir í fingrum, fótum, fótleggjum og baki
Verkir á þessum stöðum eiga það til að gera vart við sig vegna skorts á kalsíum, magnesíum og kalíum. Borðaðu matvæli sem eru rík af fyrrnefndum næringarefnum. Epli, bananar, Kale, spínat, greipaldin og túnfífill er eitthvað sem þú ættir að borða.