FréttanetiðFólk

Heimsklassa MATHÚS í Garðabæ… sem þú einfaldlega… VERÐUR að UPPLIFA – MYNDIR

- Veitingarýni -

Gott pláss
Góður matur
Góð þjónusta
Góðir drykkir og vín
Góð tónlist
Fallegur staður
A+

Mathús Garðabæjar er nýr veitingastaður staðsettur á Garðatorgi. Mathúsið hefur getið af sér gott orð þegar kemur að mat og þjónustu. Fréttanetið ákvað að sækja þetta glæsilega veitingahús heim og upplifa þriggja rétta matseðilinn sem þar er boðið upp á fyrir 5990 krónur.

Upplifunin var stórkostleg í stuttu máli sagt. Túnfisk „tataki“ forrétturinn svoleiðis yfirtók bragðlaukana við fyrsta bita og hægeldað andalærið með bláberjagljáanum flutti þann sem þetta skrifar á himneskan stað.

TgsVY
Ákveðið var að panta borð snemma hjá Mathúsi Garðabæjar þetta kvöld. Eins og sjá má er veitingasalurinn rúmgóður og stórglæsilegur.

IMG_0931
Létt grillaður túnfiskur að hætti Mathússins var borinn fram með æðislegri soya-dijon dressingu, jarðaberjum, engiferi og jurtum.

IMG_0934
Með öndinni mælti þjónninn með rauðvíninu Pioneer Block frá Saint Clair framleitt 2013 í Nýja Sjálandi.  Sló algjörlega í gegn.

mJcQ3
Falleg hönnun og hlýlegt viðmót einkennir Mathúsið.

TGeHU
Ískalt spænskt freyðivín eins og það gerist best.

0Uk16
Þjónustan var óaðfinnanleg. Brosmildir þjónar tóku vel á móti okkur.

IMG_0954
Hægeldað andalæri staðarins sem búið var að elda í 12 klukkustundir var borið fram með gulrótarmauki, bláberjagljáa og kartöflum. Virkilega bragðgóður aðalréttur og líka einstaklega fallegur eins og sjá má.

ON6IM
Espresso Martini drykkurinn var fullkominn með eftirréttinum.

IMG_0970
Þessi réttur heitir Mjólkursúkkulaði því aðal-uppistaðan er mjólkursúkkulaði. Hér er á ferðinni einstök samsetning: súkkulaðimús, passionfruit dressing, jarðaber, kex- og marengs-cramble og súkkulaði. Þessi eftirréttur var gómsætari en allt sem gómsætt þykir.

i5oP4

Mathús Garðabæjar fær fullt hús stiga. Liprir þjónar og hlýlegt viðmót allra sem þar starfa og svo er maturinn einstaklega gómsætur. Hér er á ferðinni einstök upplifun í hjarta Garðabæjar sem þú einfaldlega verður að leyfa þér að prófa.

Mathús Garðabæjar.

 

snapp
Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is