FréttanetiðFólk

Mathús Garðabæjar best geymda leyndarmál Garðabæjar

- Veitingarýni Fréttanetsins
- Mathús Garðabæjar Garðatorgi 4B
-  www.mathus.is
- Ellý Ármanns skrifar:

Að sækja Mathús Garðabæjar heim er ævintýri líkast. Léttleikinn allsráðandi á meðal starfsfólksins er eins og ferskur andblær sem gerir upplifunina frábæra samhliða guðdómlegum veitingunum hvort heldur í mat eða drykk sem þessi rómaði veitingastaður í hjarta Garðabæjar býður upp á.


IMG_4505

Hörpuskelin svoleiðis dansar við bragðlaukana. Hér er á ferðinni stórkostlegur forréttur beint úr Ísafjarðardjúpi. Með hörpuskelinni eru borin fram yuzu epli, sellerí, vatnakarsi og humlar. Ef þú elskar fiskmeti þá er þessi réttur algjör snilld.

IMG_4510
Reykt ýsa að hætti staðarins er tryllingslega góð. Ýsan er borin fram með rófukremi, eggjum, stökku súrdeigsbrauði, silungahrogni og brúnuðu smjöri. Þvílík sæla sem ýsan er og svo er hún einstaklega létt í maga.

mathusgardabaejar1
Veitingahúsið er mjög vel innréttað þar sem hugað er að hverju einasta smáatriði. Eins og stólarnir til að mynda; þeir eru þeir þægilegustu sem undirrituð hefur sest í á veitingastað.

IMG_4515
Lamb Mathússins. Grillað lambafille sem bráðnar þegar í munninn komið er.  Meðlætið ákaflega gott með lambinu er en það samanstendur af rauðrófum, vorlauk, gænkáli og gljáa.

IMG_4517
Best geymda leyndarmál Mathússins er nautið. Til að kjötið fái að njóta sín sem best er það grillað við háan hita og borið fram í þunnum sneiðum. Það er borið fram með sellerírót, lauk, kál, sýrðum gljáa og reyktum merg.  Þessi réttur er tía (10 stig af 10 mögulegum). Ef þú elskar að gæða þér á ljúffengri nautasteik þá verður þú að prófa þennan rétt.

IMG_4521
Pönnusteikur þorskurinn er borinn fram með sveppum og hvítum aspas. Smjörsósan er fáránlega bragðgóð. Kokkur Mathússins í Garðabæ fékk óteljandi atkvæði fyrir þennan fiskrétt umrætt kvöld þegar.

IMG_4525
Hér er skýrt fram tekið að eftirrréttir Mathússins eru einstakir þar sem einfaldleikinn kemur ekki í veg fyrir dásamlega rétti sem gleðja.   Saltkaramelluísinn, hvítsúkkulaði brownie og rifsberin eru hátíð sem allir verða að leyfa sér að upplifa.

mathus1

Stefán Magnússon eigandi Mathússins, Ingi í Lumex og Haukur Sigurðsson úrvalssmiður hjá Erku ehf eru snillingarnir á bak við hönnun staðarins sem býður upp á ævintýralegar veitingar og þjónustu.

***** fimm stjörnur (fullt hús stiga)

Réttirnir leika við bragðlaukana, þeir eru á viðráðanlegu verði, vel útilátnir og þjónustan æðisleg.  Andrúmsloft staðarins er frábært.  Pantaðu borð áður en þú eða þið mætið því það er nánast alltaf þétt setið á þessu best geymda leyndarmáli Garðabæjar.
- Borðapantanir í síma 571-3775 og mathus@mathus.is
Mathús Garðabæjar er á Facebook.

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is