FréttanetiðLOL

MANSTU eftir gömlu TÍKALLA-kössunum?

Mörgum finnst Pacman tölvuleikjakassinn líklega vera frumstæður og jafnvel úr fornöld miðað við tæknina eins og hún er í dag. En tölvuleikir eru frekar ungt fyrirbæri og þeir sem eru tæplega miðaldra í dag muna vel þá tíð þegar eftirsóknarverðir leikjakassar án tölvunnar voru vinsælir. Tíkallakassarnir voru algengir í söluturnum og öðrum fjölförnum stöðum. Þeir voru í eigu Rauða kross Íslands og hluti af fjáröflunarstarfi þeirra. Síðar var þeim skipt út fyrir tölvuvædda fullkomnari spilakassa þar sem voru peningaverðlaun í boði.

Leikirnir í tölvukössunum byggjast að miklu út á heppni þess sem spilar en það var raunverulega hægt að þjálfa sig í að vera góður í tíkallakössunum og þá græddu menn grjótharða tíkalla sem voru töluvert mikils virði í þá daga. Fyrir miðaldra og þá sem eldri eru og sakna gömlu tíkallakassanna þá er nú komin netútgáfa af tíkallakassanum sem tekur mann aftur á bak í minninguna og þá erum við að tala um áratugi aftur í tímann.

Tölvu-tíkallakassinn er svo raunverulegur að það er nánast eins og með sé staddur í Botnsskála í Hvalfirði árið 1980 að bíða eftir rútunni í bæinn. Á þessari vefslóð getur þú horfið aftur til fortíðar og skotið nokkrum tíköllum sem vonandi framkalla góðar minningar úr fortíðinni. Spilaðu HÉR.