FréttanetiðFréttir

Mæður opna sig um FÆÐINGARÞUNGLYNDI – „Við erum góðar mömmur“ – MYNDBAND

Samtökin Postpartum Progress hafa sent frá sér áhrifaríkt myndband þar sem nokkrar mæður opna sig um fæðingarþunglyndi en talið er að ein af hverjum sjö mæðrum glími við það af einhverjum toga.

„Við viljum útrýma þeirri skömm sem fylgir fæðingarþunglyndi og kvíða og láta mæður vita af úrræðum sem geta hjálpað,“ segir Jill Krause, framleiðandi myndbandsins í samtali við Huffington Post.

Myndbandinu er lýst svona á YouTube: „Við erum sterkar, við erum baráttukonur, við erum góðar mömmur og við erum hér ef þú ert í vanda stödd líka.“

Sjón er sögu ríkari.