FréttanetiðBílar

Maður má nú láta sig DREYMA – sjáðu bíla framtíðar – MYNDIR

Mikil samkeppni er í bílabransanum um þessar mundir og þróun bifreiða hefur sjaldan verið eins mögnuð og nú.

Framleiðendur keppast við að búa til tæknilegustu bílana og nú eru örfáir mánuðir þar til fyrstu bílarnir koma á markaðinn sem keyra alfarið á sjálfstýringu. Fyrst í stað má einungis nota sjálfstýringuna á hraðbrautum en fljótlega er búist við því að gefið verði leyfi til að nota sjálfstýrða bíla í þéttbýli.

Sumir spá því að innan fárra ára verði ökutæki sem þurfa mannlegan bílstjóra bönnuð af öryggisástæðum. Þess má geta að í síðasta mánuði keyrði mannlaus bifreið frá vesturströnd Bandaríkjanna að austurströndinni á sjálfstýringunni einni saman.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkur sýnishorn af því áhugaverðasta sem bílaframleiðendur sýndu í Genf á dögunum en nú fer fram önnur stór bílasýning í New York þar sem margt spennandi er að sjá. Á báðum sýningunum eru svokallaðir hybrid bílar áberandi enda eru þeir bæði umhverfisvænni og sparneytnari en hefðbundnir eldsneytisbílar. Bílarnir eru annaðhvort með blöndu af bensíni og rafmagnsvél eða dísel og rafmagnsvél. Þróunin er mikil og nú endist rafhlaðan lengi auk þess sem vélarnar eru snarpar og kraftmiklar.

Audi-Prologue-Avant-concept-203-876x535
Audi Prologue Avant eða Audi A8
Marc Lichte tók við sem yfirhönnuður Audi snemma á síðasta ári. Hönnun hans og einkenni eru nú að birtast með sterkum áhrifum í nýjustu bílunum sem Audi kynnir til leiks.

Audi-Prologue-Avant-concept-206-876x535
Audi Prologue Avant eða Audi A8
Hann er framúrstefnulegur þessi Audi sem hlotið hefur nafnið Audi Prologue Avant. Bíllinn er stór, 5 dyra með hyprid vél. Líklegt er að bíllinn komi á markað á næsta ári en bílasérfræðingar telja að hann sé í raun ný útgáfa af flaggskipi Audi sem er A8 bíllinn sem hingað til hefur einungis verið í útgáfu stallbaks.

Aston-Martin-DBX-concept-1041-876x5351
Aston Martin
Þessi nýi Austin Martin vakti mikla athygli en hann er enn á hugmyndastigi. Bíllinn sem er blendingsbíll og miðað við athyglina sem hann hefur hlotið er ekki ólíklegt að af framleiðslu hans verði.

Aston-Martin-DBX-concept-1021-876x5351
Aston Martin

Bentley-EXP-10-Speed-6-concept-1011-876x5351
Bentley EXP 10 Speed 6 concept
Breski lúxusbílaframleiðandinn Bentley sýndi þennan fallega kagga sem er hugmyndabíll og er í þróun hjá fyrirtækinu.

Bentley-EXP-10-Speed-6-concept-1091-876x5351
Bentley EXP 10 

2017-Ford-Focus-RS-106-876x5351
Ford Focus RS
Ford vakti mikla athygli þegar þessi nýi Ford Focus var frumsýndur sem er fyrsti fjórhjóladrifni Focusinn. Bíllinn kemur ekki á markað fyrr enárið  2017 og mun keppa við bíla á borð við Subaru WRX STI og Volkswagen Golf R.

2017-Ford-Focus-RS-107-876x5351
Ford Focus RS

2016-Honda-Civic.

Honda Civic Type R
Þessi sportbíll frá Honda er nýjasta útgáfa þeirra af Honda Civic og er markmiðið  að höfða til yngri kaupenda. Bíllinn er klár á færibandið og reiknað er með honum á markaðinn síðar á þessu ári.

Italdesign-Giugiaro-GEA-concept-205-876x5351
Giugiaro
Þetta er ítölsk hönnun í essinu sínu. Ítalski lúxusbílaframleiðandinn Giugiaro sýndi þennan framúrstefnulega bíl sem er hugsaður út fyrir boxið. Bíllinn er í formi hefðbundins stallbaks í lúxusbílastærð og ríkulega útbúinn. Bíllinn er hönnun Wolfgang Egger sem áður var yfirhönnuður hjá Audi í Þýskalandi.

Italdesign-Giugiaro-GEA-concept-203-876x5351
Giugiaro

2016-Koenigsegg-Regera-201-876x5351
Koenigsegg Regera
Koenigsegg byggir fáa spennandi bíla sem einungis þeir allra ríkustu geta keypt. Bílarnir eru reyndar svo sjaldgæfir að Ferrari framleiðir fleiri bíla á einni viku en Koenigsegg hefur gert frá upphafi. Bílarnir vekja þó alltaf athygli þar sem þeir eru sýndir.

2016-Koenigsegg-Regera-209-876x5351
Koenigsegg Regera

2015-McLaren-P1-GTR-1041-876x535
2015 McLaren P1 GTR
Þetta er nýjasta útgáfan af McLaren sportbílnum sem kemur á markaðinn á þessu ári. Aðeins fyrir moldríka einstaklinga sem eru að drepast úr leiðindum og vantar eitthvað til að keyra kæti sína í gang.

2015-McLaren-

2015 McLaren P1 GTR

2016-Porsche-911-GT3-RS-201-876x5351
Porsche 911 GT3 RS
Porsche 911 er fyrir löngu orðinn sígildur sportbíll. Þetta er nýjasta útgáfan af bílnum sem kemur á markaðinn árið 2016. Hönnunin er löngu orðin klassísk en þróast þó alltaf á nokkurra ára fresti. Þetta er draumabíll allra bílaáhugamanna. Allir elska þennan.

2016-Porsche-911-GT3-RS-207-876x5351
Porsche 911 GT3 RS

Volkswagen-Sport-Coupe-GTE-concept-106-876x5351
Volkswagen Sport GTE
Þessi nýi Volkswagen vakti mikla athygli en hann er enn á hugmyndastigi hönnuða. Bíllinn er kraftmikill hybrid blendingsbíll, fjórhjóladrifinn með framúrstefnulegan tölvubúnað sem gerir honum nánast kleift að sjá alfarið um aksturinn á sjálfstýringu.

Volkswagen-Sport-Coupe-GTE-concept-103-876x5351
Volkswagen Sport GTE