FréttanetiðFólk

Losaðu þig við BAKVERK… með þessum 5 einföldu ÆFINGUM – MYNDBAND

Bólgueinkenni í baki hrjá mjög marga einstaklinga sem sitja allan liðlangan daginn fyrir framan tölvu. Þetta er algengt sjúkdómsástand sem kallað er bakverkur. Þegar sár verkur myndast í bakinu þar sem lengsta taug líkamans, settaugin (einnig kölluð ischiadic taug) er staðsett en framlengingin af henni heldur áfram niður í fimm litlar taugar út frá hryggnum niður í fætur, læri og hné.

Hrörnunarsjúkdómar í formi breytinga eða öldrunar, rangar hreyfingar, skaðlegar lyftingar eða röng staða líkamans geta ýtt á hrygginn sem leiðir til sársauka en það er kallað settaugabólga í lendarhrygg (neðri hluta baks).

Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá fimm æfingar sem þú getur gert heima til að minnka sársaukann ef þú ert bakveik/ur. Æfingarar eru einfaldar og ráðlegt er að gera þær daglega ef þú kannast við einkennnin.