FréttanetiðOMG

Loksins fáum við að vita… af hverju PÍNULITLI vasinn… er á gallabuxum

Hefur þig einhvern tímann langað til að vita af hverju pínulitli vasinn er hjá stóra vasanum á gallabuxunum þínum? Við erum með svarið!

Þessi umræða var tekin á spjallþræði einum meðal margra sem gátu eiginlega ekki lifað lengur nema vita hvaða tilgangi þessi litli vasi þjónaði.

Þá kom í ljós að það stendur á heimasíðu Levi Strauss að vasinn hafi verið hannaður fyrir kúreka á nítjándu öld en í vasanum áttu þeir að geyma úrin sín. Nú er árið 2016 og því gagnar þetta ekki nútímamanninum en á heimasíðu Levi Strauss er mælt með því að geyma til dæmis miða, smokka eða smápeninga í vasanum.