FréttanetiðFólk

Loksins er búið að finna efni sem STOPPAR öldrun – MYNDBAND

Vísindamenn við Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum hafa fundið prótein sem virðist vinna gegn þeirri hrörnun sem á sér stað við öldrun einstaklinga. Próteinið virðist hafa áhrif á útlitslega öldrun auk þess sem það stöðvar líkamlega hrörnun sem öldrunin veldur.

Gamlar mýs sem fengið hafa próteinið GDF11 virðast sýna merki þess að öldrun þeirra hægist og skaðlegu áhrifin sem öldrunin hefur haft á DNA þeirra virðast ganga til baka. Próteinið hafði jákvæð áhrif á líffæri músanna sem endurheimtu æskustyrk sinn. Með þessum rannsóknum vonast vísindamennirnir til að finna lækningu við hrörnuarsjúkdómum eins og Alzheimers.

Tilraunir með GDF11 próteinið á músum lofar góðu og vonast menn til að hægt verði að hefja rannsóknir á áhrifum próteinsins á mannskepnuna eftir 3-5 ár. Í músunum eykst próteinið í blóðinu og mýsnar endurheimta æskuþrótt sinn auk þess sem bæði heili og hjarta verða aftur eins og í ungum músum. Vísindamennirnir leita nú að fjármagni til að hraða rannsóknarferlinu og vonast eftir því að innan fárra ára verði þeir með niðurstöður sem munu breyta öldrun mannkynsins til framtíðar.