FréttanetiðFréttir

ÞETTA gerist… ef ÞÚ hefur LINSURNAR allt of LENGI

Vísindamenn við læknaháskólann í New York tóku nýverið sýni úr augntóftum fólks til að sjá muninn á þeim sem notuðu linsur og þeim sem notuðu þær ekki.

Niðurstöðurnar eru sláandi en þeir sem nota linsur eru líklegri til að vera með húðbakteríur í augunum sem gefur til kynna að linsurnar geri augað viðkvæmara fyrir alls kyns sýkingum. Þessar sýkingar geta verið mjög alvarlegar, sérstaklega ef þú ert með linsur of lengi í augunum en vísindamennirnir biðja fólk um að sofa alls ekki með linsur og geyma þær í góðum ílátum. Ef fólk er með linsur of lengi í augunum geta þessar sýkingar jafnvel leitt til blindu.

Þá er einnig nauðsynlegt að þvo hendurnar vel áður en þú setur í og tekur linsurnar úr þér. Þá á maður einnig að forðast það að fara í sturtu eða í sund með linsur.