FréttanetiðFólk

*HREINDÝRABORGARINN* á LAUGARVATNI er sá ALLRA BESTI

- Lindin Laugarvatni
- A+++
– Hreindýraborgari Lindarinnar er trylltur
– Frábær þjónusta
– Gæðahráefni
– Aðeins klukkutíma keyrsla frá Reykjavík

Fréttanetið keyrði á Laugarvatn í þeim tilgangi að upplifa himneska tvennu; Fontana böðin og veitingahúsið Lindina sem Baldur Öxdal Halldórsson hefur rekið síðan árið 2002. Það var ekki að spyrja að því að maturinn á Lindinni var hreinn unaður og upplifunin dásamleg á Fontana fyrir matinn ógleymanleg.   Ævintýri sem gleymist seint.

lind1
Sérhæfir sig í íslenskri villibráð 
,,Við starfsfólkið á Lindinni, kappkostum  að bjóða úrvalsgæði í mat og þjónustu og vonum að gestir njóti verunnar hérna hjá okkur,” segir Baldur Öxdal Halldórsson eigandi og yfirmatreiðslumaður Lindarinnar sem hefur sérhæft sig í íslenskri villibráð og ljúffengum eftirréttum síðan hann tók við Lindinni árið 2002.

m7U4E
Léttreykt lambalund og hreindýra lifrafrauðið er sjúklega góður forréttur.

qOLx6
To die for
Forrétturinn samanstendur af villibráð sem kitlar bragðlaukana heldur betur.  Svo er dressingin  ,,to die for”. Mögnuð samsetning.

etWJI
Sjávarréttasúpan er svakalega góð. Hún er mild og kraftmikil. Hér er á ferðinni matar- og bragðmikil snilld borin fram með nýbökuðu brauði.

2O9fC
Bleikja Lindarinnar er borin fram með möndlusmjöri, karftöflubakstri og ristuðum möndlum.  Þvílík sæla í hverjum munnbita.

IMG_5487
Himnarnir opnast þegar hreindýraborgari staðarins sem er borinn fram með basil – piparrótarsósu og frönskum kartöflum er snæddur. Þvílíkur unaður. Þessi hreindýraborgari er eitthvað sem þú verður að smakka ef þú kemur við á Laugarvatni. 
ttgg
Lindin í öllu sínu veldi á fallegum vetrardegi. Staður sem tekur utan um mann þegar inn er komið. Svo er starfsfólkið einstaklega hlýtt í viðmóti.

IMG_5504
Villibráð matreiðslumeistarans með svappabyggotto, kartöfluturni og villisveppasósu.

6z0ZT
Matarmikill réttur sem enginn verður svikinn af.

Screen Shot 2018-11-21 at 3.38.25 PM
Himneskir eftirréttir Lindarinnar eins og Baldri einum er lagið: Hvítsúkkulaði lime möndlukaka, með skyrís og marengs, karmellu- og mangósósu. Súkkulaðifrauð Lindarinnar borið fram í glasi á einfaldan máta en vá hvað þetta er góður eftirréttur. Súkkulaðifrauðið er með hindberjasósu, vatnsmelónu og hvítri súkkulaðifroðu.

fontana2
Laugarvatn FONTANA er staðsett nánast við hliðina á Lindinni á Laugarvatni og því fullkomið fyrir þá sem vilja gera vel við sig að baða sig fyrir matinn.  Laugarnar eru fjölbreytilegar, mismunandi heitar og vægast sagt notalegar. Í Fontana er fullkomið að njóta hinnar fögru íslensku náttúru um leið og unaðssemdir vatnsins nýtast fyrir líkama og sál.

fontanaGufan í Fontana er byggð yfir náttúrulegan hver sem hentar vel til baða. Rimlagólf er í gufuklefunum sem hleypir gufu hversins beint inn í gufuklefana og geta gestir því bæði heyrt og skynjað hverinn og einnig fundið gufuilminn og njóta þannig náttúrulegrar gufu beint úr iðrum jarðar. Hér er því um einstaka náttúruupplifun að ræða.  Eitthvað sem þú verður að prófa.  – sjá meira Laugarvatn FONTANA.

Í þriggja rétta tilboðum á Lindinni er súpa eða forréttur að eigin vali, aðalréttur og eftirréttur að eigin vali. Eitthvað sem þú ættir að leyfa þér að prófa sem allra allra fyrst.

,,Fullkomið er að gefa sér kvöldstund og keyra með ástvini eða fjölskyldu á Laugarvatn eingöngu til að baða sig í Fontana áður en sest er til borðs á Lindinni.” 

Lindin Laugarvatni er á Facebook
Laugarvatn.is

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is