FréttanetiðFréttir

Líkurnar segja að það sé vænlegast… að finna ÁSTINA á Tinder… klukkan níu á kvöldin

Gögn frá fyrirtækinu Nielsen Mobile sýna að notendur Tinder eru virkastir klukkan 9 á kvöldin. Virkni á forritinu byrjar að aukast klukkan 6 á kvöldin en nær síðan hámarki klukkan 9 en þá er rúmlega helmingur notenda virkir. Þú ert því líklegri til að finna ástina eða elskhuga á Tinder á þessum tíma.

Þessar líkur minnka verulega eftir klukkan 10 á kvöldin en þá eru aðeins sex prósent notenda virkir. Lítið eitt prósent notenda skoðar forritið eftir klukkan 2 á nóttunni.

Virkni Tinder-notenda er afar lítil frá 10 á morgnana til 6 á kvöldin sem segir okkur að notendur forritsins eru lítið að líta í kringum sig á forritinu í vinnunni.