FréttanetiðFólk

Hún losaði LIFRINA við óæskileg EITUR-EFNI… með því að borða ÞETTA

Með öllum unnum matvælum, aukaefnum, rotvarnarefnum og umhverfismengun sem við stöndum frammi fyrir á hverjum einasta degi þurfum við að huga vel að því sem við látum ofan í okkur.  Eiturefnin fara nefnilega í gegnum lifrina sem er öflugt tæki líkamans sem sér til þess að hann starfi rétt og eðlilega.

lifur_123

Lifrin stjórnar flestum efnastigum í blóðinu og býr til gall til að hjálpa líkamanum að brjóta niður fitu,  undirbúa líkamann fyrir meltingu og frásog. Allt blóð sem fer í gegnum maga og garnir fer í gegnum lifrina, þar er blóðið sundurliðað og því breytt í næringarefni.  Lifrin er stöðugt að vinna við að afeitra blóðið og framleiða gall til að geyma nauðsynleg vítamín, steinefni og járn fyrir líkamann en þegar lifrin er ekki að virka almennilega þá breytist allt ferlið.

Til að lifrin virki alla daga þá skaltu borða þessi sex matvæli.

1. Hvítlaukur
Hvort sem þú elskar hvítlaukinn eða hatar hann þá er hvítlaukur 100% ávinningur fyrir lifrina. Hann inniheldur selen sem er steinefni í hvítlauknum en það eykur virkni andoxunarefnanna til að aðstoða lifrina í afeitrunar-ferlinu sem á sér stöðugt stað. Arginine er amínósýra í hvítlauknum sem gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að bæta blóðþrýstinginn í lifrinni. Hvítlaukur inniheldur einnig vítamín B6, sem virkar sem bólgueyðandi fyrir lifrina og C-vítamín, sem er aðal andoxunarefni líkamans og mjög góð vörn.

2. Grape
Grape-ávöxturinn er hár í C-vítamíni auk glútaþíon sem byggir upp vefi og viðgerðir sem fram fara í líkamanum og framleiðslu á efnum og próteinum sem eru nauðsynlegar en þær styrkja ónæmiskerfið svo um munar.

3. Grænmeti
Ferskt grænmeti verndar lifrina. Klettasalat og spínat auka til að  mynda gallflæðið í líkamanum sem hjálpar honum að losna við úrgangsefni. Grænmeti er náttúruleg hreinsun fyrir kroppinn.  Það hreinsar blóðið og eykur þar með lifrarstarfsemina og framleiðslu næringarefna í líkamanum. Spergilkál, blómkál, rósakál og annað grænmeti hjálpar lifrinni að framleiða ensími sem aðstoðar líkamann við að fjarlægja eiturefni.

4. Lárperur (avakado)
Avakadó er súperfæða fyrir lifrina. Lárpera inniheldur glútaþíoni og C og E vítamín. Avakadó inniheldur andoxunarefni sem vernda lifrarfrumurnar frá skemmdum. E-vítamín og K-vítamín í lárperunni eru bólgueyðandi varnir sem sjá til þess að lifrin verði ekki fyrir skaðlegum bólgum.  Heilbrigða fitan í lárperunni bætir kólesterólið líka svo um munar.

5. Valhnetur
Valhnetur innihalda amínósýruna arginín, sem er mikilvæg þegar kemur að því að hjálpa lifrinni að afeitra og losna við ammoníak. Valhnetur eru háar í glútaþíoni og Omega-3 fitusýrum, sem hjálpa lifrinni að afeitra. Heilbrigð ómettuð fita sem verndar líkamann gegn fitusöfnun í lifrinni er gríðarlega mikil í valhnetum en þó skaltu borða þær í hófi. Ekki fleir en 5-10 daglega. Þessar heilbrigða fita sem er í valhnetum er nauðsynleg til að byggja upp sterka frumuhimnu í kringum frumurnar í lifrinni.

6. Túrmerik
Aðal innihaldsefnið í túrmerik er curcumin, sem er öflugt andoxunarefni og bólgueyðandi. Kúrkúmín verndar gallpípuna og bætir gallflæðið sem er náttúrulegt hreinsiefni. Þegar talað erum eiturefni í líkamanum er áfengi þar á meðal.   Turmerik hjálpar lifrinni við að losa sig við skaðleg efnasambönd eins og áfengi sem skaðar lifrina hratt og örugglega. Bara með því að strá örlítið af túrmerik á matinn þinn á hverjum degi þá hjálpar þú lifrinni að sinna starfi sínu.

Heilbrigð lifur er vísun á langlífi og almenna vellíðan.