FréttanetiðÚtlit

Viltu vita augnhára-leyndarmálið hennar Audrey Hepburn?

Leikkonan Audrey Hepburn sem var hvað þekktust fyrir hlutverk sín í myndunum Roman Holiday og Breakfast at Tiffany’s var ekki síður þekkt fyrir tímalausa fegurð og ákaflega fallegan fatastíl. Hún notaði eitt einfalt förðunarráð þegar kom að því að gera augnhárin náttúrulega útlítandi.

skref1

#1 Þú byrjar á því að setja á þig maskarann. Brettir upp á augnhárin ef þú ert vön því.
skref2
#2 Leikkonan notaði nál en við ráðleggjum þér að nota hreinan augnhárabursta því nál er allt of beitt til að nota í kringum augnsvæðið. Þá greiðir þú í gegnum augnhárin hvert og eitt í einu og tekur þau þannig í sundur. Þetta er þolinmæðisverk en útkoman verður fallega náttúruleg. Augnháraburstinn kemur í veg fyrir klesst augnahár.  Þetta gerir þú bæði á efri og neðri augnhárin eftir að þú setur á þig maskarann.  Hér má sjá augnhárabursta sem fæst á netinu.
skref3
Útkoman er falleg – eins og Audrey Hepburn.

audrey1
Leikkonan Audrey Hepburn notaði nál til að láta augnahárin líta náttúrulega út. Í dag eru til sérstakir augnaháraburstar til að dreifa úr hárunum eins og Audrey gerði.