FréttanetiðFólk

Ef þú ert LATUR eða LÖT… þá er það HIÐ BESTA MÁL

Því er haldið fram að líkamleg óvirkni er það versta sem við getum gert.  Það er hinsvegar ekki rétt því hvíldin er ekki síður mikilvæg en næring, hreyfing og andleg örvun.  Að vera virk eða virkur og alltaf á ferðinni er gott en að lifa lífinu á rólegu nótunum er enn betra.

Þó að fullorðnir séu ekki hvattir til að hvíla sig í hádeginu er það margsannað að stuttur blundur er mjög gagnlegur fyrir heilsuna sama hvað þú ert gamall eða gömul. Rannsóknir hafa sýnt að leti er frábær leið til að örva heilastarfsemina og sköpun. Þannig að þú ættir að reyna að leggja þig daglega.

Við erum alls ekki að hvettja þig til að eyða lífi þínu á sófanum, stara heilu klukkustundirnar á sjónvarpið og sofa í gegnum dagana framundan heldur viljum við hvetja þig til að taka nokkrar mínútur af tíma þínum og hvíla þig þegar þú finnur að þú þarfnast hvíldar. Svefn mun hjálpa þér að vera hressari og ötulli það sem eftir lifir dags.

Hér viljum við útskýra fyrir þér af hverju leti er góð fyrir þig svo næst þegar þú þarft að hvíla þig muntu njóta tímans þegar þú hallar þér aftur frekar en að fá samviskubit og líða illa yfir því.

Á veturna framleiðir mannslíkaminn meira melatónín, þannig að við erum syfjaðri á veturna en á sumrin kemur hitinn í veg fyrir óhóflega virkni.

Leti hefur andlegan og líkamlegan ávinning eins og sjá má hér:

Bætir líkamsþjálfun
Rannsóknir hafa sýnt fram á að stutt, áköf líkamsþjálfun er góð og  eftir æfingu er gott að hvíla sig í 30 mínútur og viti menn – letin eftir æfinguna stuðlar að þyngdartapi. Langdregin, löng þjálfun er ekki árangursrík.   

Lækkar blóðþrýsting
Streita hefur neikvæð áhrif á allan líkamann. Stress hefur áhrif á hjartsláttartíðni og blóðþrýsting sem leiðir til kvíða. Ráðlegt er að taka hvíld, anda djúpt og slaka á líkamanum í hálftíma á dag og þar með lækkar blóðþrýstingurinn og veitir þér friðsæld.

Örvar sköpun
Fjölmargir hafa fengið bestu hugmyndirnar á meðan þeir eru ekki að hugsa um neitt sérstakt. Ef þú leyfir heilanum að upplifa eðlilega hringrás sína án þess að skipuleggja hugsanir munu hugmyndir poppa upp á methraða.   Á hinn bóginn ef þú reynir of mikið að fá hugmyndir þá vinnur það gegn þér.

Styrkir þig
Ef þú gefur heilanum nokkurn tíma til að finna lausnir mun hann að lokum gera það. Þetta þýðir ekki að þú ættir að vera kærulaus og bíða eftir því að hlutirnir gerist á eigin spýtur heldur skaltu ákvarða hvenær best sé að slaka á huganum til að endurheimta ákjósanlegan kraft eftir hvíld.

Eykur skilvirkni
Rithöfundurinn Agatha Christie, sagði: “Uppfinningin, að mínu mati, stafar beint af aðgerðaleysi”.  Margar uppfinningar sem auðvelda líf okkar eru aðeins afleiðingar af hreinni og tærri leti.  Slökun flýtir einnig fyrir góðri afslappaðri frammistöðu. Þannig að það sparar tíma að hvíla sig og losar þig við stressið.

Núvitund og leti eru vinir
Leti líkist hugleiðslu og þú nærð að upplifa augnablikið.  Njóttu þín eins og þegar þú færð þér fyrsta kaffibollann. Slakaðu á og leyfðu líkamanum að endurhlaða sig.

Styður fróa hugsun
Letin sér til þess að þú færð heimspekilegar hugmyndir. Letin leiðir einnig til betri skilnings á hlutum og fólki í lífi þínu.  Hvort sem þú ert vinnualki eða nýtur þú þess að vera í rúminu einhvern hluta af deginum þá skaltu huga að því að það er gott að hvíla í 30-40 mínútur yfir daginn því þannig ertu fær um að halda jafnvægi milli daglegra verkefna og nauðsynlegrar hvíldar til að ná sem mestu úr orku þinni.  Leyfðu þér að vera latur/löt.